Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 28
186
Ágúst H. Bjarnason:
[ÍÐUNN
um utanríkismálum; að öðru leyti séu rikin hvort
öðru óháð, með sérstöku dómsvaldi, löggjöf o. s. frv.
IJó njóti Danir á íslandi og íslendingar í Danmörku
sömu réttinda og innbornir menn, og fiskiveiðarétt-
urinn sé að öllu sameiginlegur. Auk þessa skuli sett
á stofn 12 manna nefnd, 6 af hvoru riki, til þess að
starfa að samræmi í löggjöf Danmerkur og íslands
og annara Norðurlanda um verzlun og siglingar,
fiskiveiðar og annan atvinnurekstur, svo og til þess
að gæta hagsmuna ríkjanna og borgara þeirra livors
um sig.
Sama dag lélu ísl. nefndarmennirnir, eftir ósk
hinna dönsku nefndarmanna, uppi það álit sitt, að
Danmörk og ísland liefðu að lögurn engin sammál
önnur en konunginn einan, þótl Danir hefðu nú um
skeið og án samþykkis íslendinga farið með ýms
mál landsins, er hlotið hefðu heitið »sameiginleg
mál«, svo sem utanríkismál, hermál — sem raunar
engin væru né hefðu verið af íslands hálfu —, þegn-
rétt, peningasláttu, æðsta dómsvald og flaggið utan
ísl. landhelgi. Raunar væri þegar höggið stórt skarð
í þessi »sameiginlegu mál«, þar sem íslendingar
liefðu nú sjálfir í heimsstyrjöldinni samið við erlend
ríki og samningar hefðu verið gerðir milli íslands
og Danmerkur svo sem tveggja sjálfstæðra aðilja uin
póstmál, símamál o. íl. Væri nú réttast að binda
enda á þessa flækju með allsherjarsáttmála, þar sem
hvort ríkið um sig semdi við hitt og skuldbindi sig
af frjálsu fullveldi.
í beinu áframlialdi af þessu lögðu ísl. nefndar-
mennirnir fram daginn eflir, 2. júlí, uppkast að slík-
um allsherjar-sáttmála milli rikjanna, er þeir nefndu:
»Sáttmála um bandalag milli íslands og Danmerkur«.
Er mergurinn málsins í sáttmála þessum sá, að hvort
ríkið um sig sé fullvalda, en ekki sjálft bandalagið,
og að ríkin lúti einum og sama konungi, Kristjáni X.