Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 61
Loks gréri sár, loks græddi liann
með guðasmyrsl hin góða móðir,
gæzkuríka náttúran.
Þá skauzt hann fram úr fylgsnum aftur,
en fann þá strax, ó, hvílík raun!
að var á braut hans vængjakraftur.
Dauðahryggur dökkum liramm
hann drap á klett við lækinn fram.
Hann vissi nú, að vængur sveik!
Þá varð hann fár.
Er horfði ’ann upp í háa eik
og himins til,
þá hrökk af livarmi tár.
Svo koma þar með glensi og gamni
í græna lundinn dúfuhjón.
Vappa þau og kinka kolli,
kjá og ota rauðri sjón.
Gælum með um gula sandinn
þau ganga þarna til og frá
og koma loksins auga á
þann, er sat þar sorgum blandinn.
Dúfubóndi heldur hnýsinn
hóf sig upp á lága grein;
hreykinn og þó Ijúfmannlegur
leit hann á þau vængjamein.
— Þú tregar, vinur! — tafsar dúfan —
laktu það ei nærri þér!
Alt, sem veitir yndi og gleði,
er í ríkum mæli hér.
Kæri vinur! lát þér lynda
laulið grænt, — það veitir skjól!
Og snoturt er við litla lækinn,
— lítur þaðan aftansól!