Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 26
184
Ágúst H. Bjarnason:
[IÐUNN
stæði vort, og það sem meira er um vert, fullveldi
vort viðurkent. Er það nú hér eftir mest undir sjálf-
um oss komið, að vér getum haldið því, eflt það
og treyst.
Sjálf sambandslagagerðin mun og hér eftir lalin
svo merkilegur atburður í sögu lands vors og þjóðar,
að ekki má lála hjá líða að minnast hennar nánar.
Og þá er ekki síður maklegt að minnast manna
þeirra, sem annaðhvort áttu frumkvæðið að henni
eða störfuðu mest og bezt að samningi hins Nýja
sáttmála.
Frumkvæðið til þessarar sambandslagagerðar milli
íslands og Danmerkur mun mega rekja til sjálfs
konungs vors, Kristjáns hins Tíunda, þá er hann
í ríkisráðinu 14. nóvbr. f. á. lét svo um mælt í
greinargerð sinni fyrir synjun siglingafánans, að hann
gæti eigi fallist á tillögu forsætisráðherra íslands
nema því að eins að jafnfraint lægi fyrir honum
til staðfestingar lög um allsherjarskipun á réttar-
sambandi landanna, Danmerkur og íslands. í sam-
ræmi við þetta tjáði og forsælisráðherra Dana, C.
Th. Zahle, dönsku stjórnina fúsa til þess að taka
upp samninga um sambandið, og mun forsætisráð-
herra vor, Jón Magnússon, þá eða síðar hafa
orðað það, að reynandi væri að senda hingað
menn af Dana hálfu lil samningagerðar í Reykjavík.
Eftir að samningaleiðin hafði verið samþykt í þing-
um beggja landanna í apríl og maímán. þ. á., kvaddi
ríkisþingið til farar þessarar þá C. Hage ráðlierra,
I. C. Christensen, F. J. Borgbjerg ogpróf. Erik
Arup. Komu þeir liingað um mánaðamótin júní og
júlí, ásamt tveim riturum, þeim cand. juris Funder
og Magnúsi Jónssyni cand. jur. & polit. En al-
þingi kjöri af sinni liálfu til samningagerðarinnar þa
Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeta, forseta sam.
alþingis, próf. Einar Arnórsson, Bjarna Jónsson