Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Page 61
Loks gréri sár, loks græddi liann með guðasmyrsl hin góða móðir, gæzkuríka náttúran. Þá skauzt hann fram úr fylgsnum aftur, en fann þá strax, ó, hvílík raun! að var á braut hans vængjakraftur. Dauðahryggur dökkum liramm hann drap á klett við lækinn fram. Hann vissi nú, að vængur sveik! Þá varð hann fár. Er horfði ’ann upp í háa eik og himins til, þá hrökk af livarmi tár. Svo koma þar með glensi og gamni í græna lundinn dúfuhjón. Vappa þau og kinka kolli, kjá og ota rauðri sjón. Gælum með um gula sandinn þau ganga þarna til og frá og koma loksins auga á þann, er sat þar sorgum blandinn. Dúfubóndi heldur hnýsinn hóf sig upp á lága grein; hreykinn og þó Ijúfmannlegur leit hann á þau vængjamein. — Þú tregar, vinur! — tafsar dúfan — laktu það ei nærri þér! Alt, sem veitir yndi og gleði, er í ríkum mæli hér. Kæri vinur! lát þér lynda laulið grænt, — það veitir skjól! Og snoturt er við litla lækinn, — lítur þaðan aftansól!

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.