Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 3

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 3
IfiUNS1 Tveir korsungar. Einusinni í fyrndinni var uppi voldugur konungur í Austurlöndum. Hafði hann aðsetur sitt í Babvlon. Hann var mikill konungur og sigursæll, lagði undir sig erlend ríki, eyddi lönd og brendi borgir og her- leiddi ýmsar þjóðir til höfuðborgar sinnar. Annálana um hreystiverk sín lét liann rista með lleygrúnum á hamraveggina í landi sínu. En er hann færðist á efri ár, lét hann reisa sér leghöll eina mikla úr brendum tigulsteini. Og er hann andaðist, var lík hans smurt dýrindis smyrslum til þess að verja það rotnun og lagt til hvíldar í leghöllinni miklu. Aldirnar liðu og landið blés upp. Hin mikla höf- uðborg hrörnaði og hrundi í rústir og leghöllin féll til grunna. Sjállir hainraveggirnir veðruðust upp og urpusl sandi. Og nú er hróður herkonungsins mikla fallinn í gleymsku og dá og gröf hans týnd í sandi eyðimerkurinnar. Aldirnar liðu og einn kom öðrum meiri. En að •okurn fæddist sveinbarn eitt i Betlehem á Gyðinga- landi. Það var lagt í jötu, því að foreldrarnir voru gestkomandi i borginni og höfðu hvergi höfði sínu að að halla. Og huldu höfði urðu þau að leila úr landi undan ofsóknum hinnar veraldlegu harðstjórnar. En sveinninn óx og dafnaði, og er hann var orðinn fulllíða, gekk hann úl á meðal fólksins og boðaði því nýja siðu og nýja trú. Ekki brendi hann borgirnar né eyddi löndin, né heldur úthelti hann blóði nokkurs manns. En hann boðaði þá trú, að guð væri gæzkuríkur faðir allra ^uanna, og hann bað mennina um að lála af hatri Iöunn V.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.