Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 6
164
Georg Brandes:
[ IÐUNN
2.
Stjórnmálamenn landa þeirra, sem borið hafa sigur
úr býtum í styrjöldinni, telja það auðvilað mál, að
tækifærið skuli nú notað með öilu hugsanlegu móti
til þess að koma í veg fyrir hættu þá, sem lieims-
friðnum gæti verið búin við það, að hið sigraða
Þýzkaland hæfi nýjan ófrið. Þeir hafa þess vegna
fundið upp ótal ráð til þess að lama og svelta þýzku
þjóðina, binda hana og kúga og sleypa henni niður
í hyldýpi örvæntingarinnar. Þeir liafa alveg gleyml
þvi, að þeir áttu ekki í ófriði við þýzku þjóðina,
heldur eingöngu við hervaldsklíkuna.
Þeim hefir ekki skilist, að hætta sú, sem þeir eru
að slá alla hugsanlega varnagla við, er einber ímynd-
un. Sú raunverulega hætta, sem vofir yfir heimsfriðn-
um, er alt annars eðlis. Hún er eigi sú, að óvinurinn
sigraði grípi til vopna, heldur er hún fólgin í því,
að heimsstyrjöldin er, að svo miklu leyti sem séð
verður, að breytast í heimsbyltingu.
Einhlíl ráð við almennri útbreiðslu byltingarinnar
í sýktu löndunum eru þau fyrst og fremst að láta
þau fá matvæli og hráefni, koma fjármálum þeirra
í viðunandi horf o. s. frv. — — alt meðul við far-
sótt þeirri, sem ógnar alheimsfriðnum, meðul, sem
ráðandi menn hinna sigrandi þjóðanna hafa skelt
skolleyrunuin við vegna áberandi vöntunar pólitískrar
náttúrugreindar. Fyrir bragðið hafa þeir komið af
stað algeru stjórnleysi með sigruðu þjóðunum í stað
uppgjafar; og í stað þess að sá sæði friðarins, hafa
menn þessir einungis sáð drekatönnum. Hafa tenriur
þessar dafnað fljótt og vel og borið samskonar ávöxl
og tennur þær, sem Kadmos sáði forðum daga —'
vopnaða menn. Menn þessir berast nú á hanaspjót.
og virðist svo, sem þeim sé eigi mikið í mun að láta
af íþrótt þessari fyrst um sinn.