Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 17
t IÐUNN Falsfriður. 175 yðar hátign. Félag Englendinga í Bombay mótmælti því harðlega, að emirinn frá Afganhistan fengi að snæða óbrotinn miðdegisverð í húsum þeirra. Grein eftir Mr. Shaw Desmond í The London Maga- -ine i marz 1914, skýrir fyrir mönnum, hvernig á því stendur, að Indland heíir eigi gert uppreisn að ráði síðan 1858. Telur hann ástæðuna einungis þá, að engum innlendum manni sé heimilt að bera vopn eða eiga, jafnvel eigi eina einustu byssu. Meðan á styrjöldinni stóð, var alt í uppnámi. Ó- eirðir og gripdeildir voru daglegir viðburðir. Sam- særi og árásir uppreisnarmanna, Dacoities, kallast þær, eru stöðugt tilefni til handtöku og útlegðardóma; þegar til lengdar lætur, veltur alt á því, hvort aðal- herinn, sem er skipaður 250,000 innfæddra hermanna, feynist trúr eða eigi. Að svo miklu leyti sem sá maður getur dæmt um, er eigi hefir verið sjónarvottur að ástandinu þar eystra, geta Englendingar einungis treyst eldri kyn- slóðinni. Hindúar þeir og Hindúakonur, sem eg hefi átt tal við, hafa allir látið uppi megnustu óánægju, að einum undanskildum, en sá maður var leiddur á Qiinn fund af aðstoðarmanni úr brezku sendiherra- sveitinni. Mjög er það eftirtektarvert, sem frézt hefir — eftir að þetta er skrifað — í skeytum frá undirkonungi Indlands, um óeirðir í Punjah og Bombay. Tilefni þeirra voru lög, sem bönnuðu að æsa til uppreisnar. í Amritsar urðu alvarlegar óeirðir; brendu uppreist- nrmenn járnbrautarstöðina, ráðhúsið og tvo banka. * Ahnedabad lögðu þeir eld í simastöðina, verksmiðju °g 2 opinberar byggingar. 12. apríl var alt á ring- nlreið í Bombay. lííðandi lögreglumenn réðust á Qiúginn, og flesluin búðum var lokað. Réttlætinu er fullnægt, ef símskeytin opinberu herma Svo frá, að í óeirðunum hafi fallið 5 Evrópumenn og 30

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.