Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 35
IÐUNN| Mentamál og skólatilhögun. 193 um og einstaklingum sömu þjóðar, fólk er mismun- andi bráðþroska. Það er talið byrja 1 til 2 árum seinna hjá piltum en stúlkum. Liklega mun ekki fjarri lagi, að telja það hér á landi frá 13—19 ára aldurs hjá stúlkum, en frá 14—20 ára hjá piltum. Á þessum aldri verða líkamlegar og andlegar breyt- ingar á unglingunum og í stuttu máli þær, að börn- in breytast í þroskað fólk. Grannvaxnir drengirnir breytast í þrekna karlmenn; rómurinn breytist eins og kunnugt er, — »mútur«, vegna þess að barkakýlið stækkar og raddböndin lengjast. En langur strengur gefur dimmari (lægri) tón en stuttur, og er það kunnugt úr hljóðfræðinni. Andlegar breytingar verða samhliða og í sömu átt; einkenni karlmenskunnar, hreysti og hugprýði, koma í ljós. Eitt atriði þessara breytinga, sem oft verður vart, er tilhneiging til þess að varpa öllu því af sér, er virðist vera bönd, og að þykjast fær í allan sjó. Margir varpa þá t. d. trúarskoðununum fyrir borð, einkum þeir, er fræðslu njóta. Yfirleitt þykjast skólagengnir unglingar á þess- um aldri ærið vitrir. Um trúarskoðanirnar fer oft svo, að hveitið er rifið upp með því, sem kallað er illgresi og verður eftir svart flag, þar sem sú akur- rein sálarinnar áður var. Stúlkurnar breytast einnig. Stúlkan á gelgjuskeiði verður að þroskaðri konu, með mjúkleik og þokka í limaburði og fasi og við- kvæmni og þýðleik i lund og viðmóti. Andlegu breytingarnar verða einnig, í samræmi við hlutverk kvenna, tilfinningalíf og skapferli. En eitt atriði er enn ónefnt, en svo mikils vert, að þessvegna er þetla gert hér að sérstöku umtalsefni. Á þessum aldri ber mikið á einni breytingu, trufl- Un á jafnvæginu í sálarlífi ungmennanna. Á þessum árum er auðvelt að móla unglingana, pilta og stúlk- ur; og á þessum aldri er það því sannmæli, að þeir standa á krossgötum lífsins. En þá er einmitt mest Iöunn V. 13

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.