Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 40
198 Árni Árnason: [IÐUNN' verða nemendur hvers beklcjar mjög misjafnlega að sér 1 hverri grein. Umbótatillögur Á. Þorvaldssonar eru þessar helztar: 1. Öllum skólum, er undirbúa undir stúdentspróf, sé skift í 6 námsdeildir, en í hverri deild séu kendar fáar, skyldar námsgreinar: í 1. deild íslenzka, danska (og sænska), í 2. deild enska og þýzka, í 3. deild franska, latína (og fornaldarfræði), í 4. deild talna- fræði, rúmmálsfræði og teiknun, í 5. deild landafræði (náttúrufræði), nátturusaga og eðlisfræði, og í 6. deild sagnfræði (þjóðfélagsfræði), trúbrögð og bókmenta- saga. í íslenzku og einhverju stórmálanna, er nem- andi velur fyrir aðalmál, séu strangar kröfur, en í stað máls megi velja stærðfræði fyrir aðalgrein. 2. Við hverja námsdeild kenni 3 sérfræðingar, sem skifti nemendum deildarinnar í 3 flokka, og við hverja deild sé bókasafn til frjálsra afnota. 3. Skylda til þess að koma í líma falli burt. 4. Stúdentspróf sé haldið af allsherjar prófnefnd, sem sé skipuð 18 sér- fræðingum við Háskóla íslands. í greininni næstu á undan gat ég um galla á fyr- irkomulagi gagnfræðaskólanna, þar á meðal gagn- fræðadeildar Mentaskólans, og ég tek yfirleitt undir það, sem Árni Þorvaldsson telur galla á fyrir- komulaginu. Um skólaagann verða altaf skiflar skoð- anir. Sú skoðun hefir mikið til síns máls, að auka beri ábyrgðartilfinningu nemenda sjálfra, með því að gefa þeim lausari tauminn. Sumir mjmdu að lik- indum dragast aftur úr von bráðar og verða slæp- ingjar. En er þá ekki eins golt að skilja sauðina frá höfrunum, fyr en þeir eru dregnir gegnum allan skólann og verða svo slæpingjar og ómenni á há- skólanum? Ekki tjáir samt að sleppa öllum skóla- aga, og Árni Þorvaldsson gerir sjálfur ráð fyrir því, að hegna nemendum með því að vísa þeim frá kenslu- notum. Líka eru aðrir gallar á reglugerðinni en þeir,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.