Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 48
206 Árni Árnason: [ IÐUNfí með lestri einum saman. Skjátlist mér hér stórum, vona ég að lærðu stærðfræðingarnir virði mér til vorkunnar, en ég heíi litið svo til, að þar séu lengst af tækifæri til þess að láta hugann velta fyrir sér viðfangsefnum og leika sér að möguleikunum, og að stærðfræðin sé því í aðra röndina andleg íþrólt, að1 sinu leyti eins og skáklafl t. d. Efnafræði. Hvar hana skuli setja, getur a!t af verið álilamál, en liitt þó enn þá frekar, hvort hún skuli kend í almennum mentaskóla. Efnafræði er þur og þung námsgrein. Bók sú, sem nú er kend í efnafræði í Mentaskólanum, lætur nemendur læra sambönd efna formúlulaust. Til þess þarf mikinii álruga og gott minni. Landafræði tel ég þyngri en náttúrusögu, e» ytirgripsminni og set hana því á síðasta árið. Eg er á sama máli og Árni Þorvaldsson um, að heirnla hið sama af öllum nemendum í þessum tveim grein- um. Ritlist á að kenna í listadeildinni. Hún er fögur list, að sínu leyti eins og dráttlist. Þess var áður getið, að alþýða væri illa að sér í skrift, en lærðu mennirnir eru ekki allir betri. Skrift sumra þeirra er hreint krummaklór og lítt læsileg öðrum en kunn- ugum. Að eg ekki tali um, hvernig margir rila nöfn sin. Þar er oft engin stafagerð, heldur sérstök mynd fyrir hvert orð, eins og sagt er um kínverskt letur, Oft mun það þó vera af fordild. 8. Kostirnir. Um kosli þess fyrirkomulags á alþýðuskólum og gagnfræðaskólum, sem að framan er stungið upp á, skal ég vera fáorður. t*ó vil ég taka það fram, að slíkir skólar, með stutlum skólatíma árlega og stutt-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.