Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 50
208 Árni Árnason: jiðunN Þessa kosti hefir Árni Þorvaldsson tekið fram, en ég vil bæta því við, að: 5. Skólinn gelur jafnframt, án breytinga eða sér- staks kostnaðar, verið kennaraskóli handa alþýðukenn- araefnum. Með þessu er stofnaður nýr, vel við unandi kennaraskóli, án þess að til þess þurfi sérstakt hús- rúm eða sérstaka kennara. 6. Með þessu móti kæmist á stofn sérstök deild, listadeild, sem öllum stæði opin, og er full þörf á henni. Gæti liún ef til vill orðið fyrsti vísir til lista- skóla hér á landi. 7. í stað gagnfræðadeildar Mentaskólans kæmi hag- feldur og myndarlegur gagnfræðaskóli, sem þyrfti lít- inn kostnað að baka landinu, fram yfir það sem nú er, því að húsið og kennararpir eru til fyrir, þar sem kennaraskólinn nú er. 8. Loks er ótalinn sá kosturinn, að sérlega dug- legir nemendur gætu átt þess kost, að taka meira próf bæði í ináladeild og stærðfræðideild. En það er ekki unt með þeirri tilhögun, sem nú tíðkast. 9. Mótbárur. Ég ætla því næst að geta um mótbárur þær hinar helztu, sem ég geri ráð fyrir að komi fram gegn tillögu minni. 1. Að of langur tími líði á milli fyrsta og síðasta prófs, má með nokkrum rétti segja um niina tillögu, eins og um tillögu Árna Porvaldssonar, en þó síður. Við árspróf upp úr 3. bekk Mentaskólans útskrifast nemendur nú að miklu leyti í landafræði, náttúru- sögu og eðlisfræði, en þá eru eflir 3 ár til stúdents- prófs. 2. Nemendur hafa ekki náð nægum þroska við fyrsta prófið. Um það má altaf deila. Eftir tillögu minni um aldurstakmörk yrðu nemendur 16 ára

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.