Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 52
210 Árni Árnason: [IÐUNN 10. Niðurlag. Mér dylst það ekki, að það er margt fleira en of- annefndar mótbárur, sem orkar tvímælis í öllu þessu máli. Sumir munu hneykslast á því, sem ég hefi sagt um alþýðumentun vora. Pað er erfitt að fá sönnur á því máli, en gleðilegt væri ef sú yrði reynslan, að dóm- ur minn væri skakkur og ástandið væri alstaðar annarsstaðar betra en þar, sem eg hefi haft kynni af. Aftur á móti tjáir ekki að miða mentun alþýðu við sjálfsmentun þeirra manna, sem fremstir eru í því efni 1 hverri sveit, hvort sem þeir eru 10 eða 30 af hverju hundraði, heldur verður að miða við allan þorra manna. Pað er rétt að leggja kapp á að auka sjálfsmentun alþýðu, og þær umbætur þurfa alls ekki að rekast á umbætur skólamálanna. Nú orðið heimt- ar lífið meiri kunnáttu og fljótari lærdóm en áður. Það er af sú tíð, er menn gátu verið vel metnir menn og burgeisar í sinni sveit, þó að þeir kynnu ekki að skrifa nafnið sitt; og það er líka af sú tíð, að menn læri skrift af sjálfum sér, tilsagnarlaust, eftir »forskrift« (þó að mörgum veitti ekki af því). 1 annan stað spyrja margir: Hvers vegna er verið að troða í menn ýmsu, sem þeim leiðist, t. d. stærð- fræði? Mentastofnanir eiga að þroska einstaklings- hæfileikana, og þeir eru mismunandi. Petta er alveg rétt, en mörg uppeldismeðul eru þeim leið í svip, sem þeim er beitt við, og líka eru mjög fábreyttir hæfileikar galli fremur en hitt. Þjóðfélagið heimt- ar með réttu, að tilvonandi starfsmenn þess séu ekki svo einhliða, að þeir geti ekki tekið á móti fræðslu i flestum greinum að ákveðnu marki. Þegar því er náð, er ekki sanngjarnt að heimta hið sama af öllum, og því er skólunum skift. Loks má benda á eina skoðun enn. Námshæfileikarnir sýna ekkL

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.