Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Síða 58
216
Ól. Ó. Lárusson:
[ IÐUNN
hátt má örva hann og hressa í einstaklingum og
þjóðum, enda á öll menning að miða í þá átt —
leggur hún með þessu sinn skerf til að draga úr valdi
sjúkdómanna. Menningin, það er að segja hreinlæti
og þrifnaður, er versti fjandi allra sólta, en menn-
ingarskortur, þ. e. sóðaskapur og óhreinlæti, vildar-
vinir þeirra og allskyns kvilla annara, sem oft fara
á undan þeim.
Sóttarflutningur af völdum heilbrigðra manna hefir
hvað ítarlegast verið rannsakaður við taugaveiki. Af
henni eru til tvær tegundir hér á landi, og kviknar
hver um sig af sinni sóttkveikju. Það er algengast,
að sjúklingarnir losni við sóltkveikjurnar, þegar þeir
eru komnir í afturbata, eða hálfum mánuði til þrem
vikum eftir að sótthiti er horfinn. Einslaka hafa í
sér sóttkveikjurnar um skemri eða lengri tíma þar á
eftir, losna ef til vill aldrei við þær framar á ævinni.
Árið 1902 færðu tveir lærisveinar R. Koch’s sönn-
ur á, að heilbrigðir menn gætu borið í sér sótt-
kveikjur, að afstaðinni taugaveiki, um lengri tíma,
og færu þær úr líkama þeirra með hægðum til baks
og kviðar, eða sömu leið og þær fara úr líkama
sjúklinga. Þessir menn voru nefndir sóttberar, og
geta þeir sýkt út frá sér, þegar skilyrði eru fyrir
hendi.
Síðari ára rannsóknir hafa sýnt, að af hverjum 100
sjúklingum, sem fengið hafa taugaveiki, verða að
meðallali 4—5 af þessum sjúklingum að sóttberum,
og það oft um lengri tíma, svo mánuðum og jafn-
vel árum skiftir. Sóttberarnir hafa verið rannsakaðir
annað veifið árum saman og sóttkveikjurnar fundist,
ef til vill ekki í hvert sinn, sem rannsókn hefir far-
ið fram, en með köflum, svo árum skifti. Auðvitað
er það mismunandi, hve langan tíma menn ganga
með sóttkveikjur í sér; sumir ganga með þær mán-
uði, aðrir ár og áratugi. Lengsti tími, sem menn