Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 64
[ IÐUNN Tvennskonar frægð. Eftir Pedro Antonío de Alarcón. (Pýtt úr spænsku.) Einhverju sinni, er hinn frægi flæmski málari Pélur Páll Rubens var að ráfa um lcirkjurnar í Madrid með nafnkunnum lærisveinum sínum, varð honum reikað inn í kirkju, er áföst var við forn- fálegt klaustur, sem sagan getur ekki um nafn á. Fátt eða jafnvel ekkert gat hinn frægi listamaðar fundið til að dáðst að í þessu fátæklega og einfalda guðs- húsi og fór hann því, eins og hann var vanur, að fárast um það, hve litt munkarnir í Nýju Kastilíu bæru skyn á fagrar listir. En á leiðinni út úr kirkj- unni kom liann auga á málverk, er var nærri hulið í hálfrökkri mjög skuggalegrar kapellu. Hann gekk að því og laust upp undrunarópi. Lærisveinar lians hlupu undir eins til hans og spurðu: »Meistari, hvað haflð þér séð?« — »Horfið á 1«, sagði Rúbens, og í stað þess að svara spurn- ingunni, benti hann á málverkið, er nú blasti við þeim. Sveinarnir urðu nú jafn-forviða og höfundur »Niðurtöku Krists af krossinuimc. Á málverkinu var sýndur deyjandi munkur. Hann var mjög ungur og gæddur þeirri fegurð, er hvorki meinlætalifnaður né dauðastríðið höfðu getað unnið bug á. Hann lá marflatur á steingólfinu í klausturklefa sínum; aðra hendina teygði hann út frá sér yfir hauskúpu (á gólfinu), með hinni hélt hann róðu- krossi úr tré og kopar að brjósti sér. Baka til á málverkinu sást mynd máluð, sem hengi hún yfir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.