Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 66
224 Pedro Antonio de Alarcón: [ iðunn nein verk eftir hann. Og ég þykist vita meira: ég held að þessi óþekti, og nú ef til vill dáni málari, er arfleitl hefir heiminn að þessu meistaraverki, hafi ekki tilheyrt neinum lislmálaraskóla og hafi ekki málað fleiri málverk en þetta eina, og — hafi ekki getað málað neitt annað, er jafnast gæti á við það að ágæti . , . Þetta er guðinnblásið listaverk, þáttur úr lífi listamannsins, spegilmynd sálar hans, lífsþrá hans sjálfs, .... En mér dettur nú nokkuð í hug! Á ég að segja ykkur, hver hefir málað þetta mál- verk. Það er dáni maðurinn, er þið sjáið á því, sem hefir málað það«. »En meistari ... I Þér eruð að henda gaman að okkur!« — »Nei, ég veit, hvað ég syng . . . !« — »En hvernig í ósköpunum getið þér hugsað yður, að sálaður maður hafi getað málað upp sitt •eigið dauðastríð?« »Ég geri mér í hugarlund, að lifandi maður geti farið nærri um eða sett sér fyrir hugskotssjónir dauða sinn! Þar að auki mætti ykkur ekki vera ókunnugt um, að í vissum klausturreglum er sú sanna trúar- raun fólgin i því að deyja«. — »Ó, haldið þér það?« — »Ég held, að mær sú, er liggur í líkkistunni baka til á málverkinu, hafi verið líf og sál þessa munks, sem heyir helstríð silt á steingólfinu, og að þegar hún dó, hafi hann einnig talið sig dáinn og að í raun og veru hafi hann þá dáið heiminum. Að endingu skal ég taka það fram, að sú er skoðun mín, að þetla málverk eigi ekki beinlínis að tákna síðustu stund þess, er hér á hlut að máli eða málarans sjálfs, sem vafalaust eru einn og sami maðurinn, heldur sé það öllu fremur trúarjátning ungs manns, er varpað hefir fyrir borð allri von um að líta framar glaðan dag í þessum heimi«. »Þér haldið, eftir því að dæma, að hann geti verið enn þá á lífi?« . . . »Já, það getur meir en verið!«

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.