Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 71
IÐUNN] Tvennskonar frægö. 229 myndin ber með sér, þá kemur það fram, að meist- arinn hafði rétt fyrir sér, er hann sagði, að þessi dáni munkur væri samtímis mynd og verk lifandi munks. Já, nú þyrði ég að bölva mér upp á það, að þessi munkur er enginn annar en priórinn sjálfurl« Meðan þessu fór fram, var Rúbens mjög þungbúinn á svipinn; blygðaðist hann sín og komst jafnframt innilega við, er hann horfði á eftir öldungnum, sem nú fjarlægðist smátt og smátt. Rétt áður en hann hvarf sjónum, kvaddi liann Rúbens með því að kross- leggja armana yíir um brjóstið. — wÞað var hann .... já! ... «, stamaði lista- maðurinn, »ó! látum oss fara«, bætti hann svo við og sneri sér til lærisveina sinna. Þessi maður liafði rétt að mæla! Frægð hans er meira virði en mín! Lofum honum að deyja í friði!« Svo rendi hann augunum í síðasta sinn á málverkið, er hafði hritið hann svo mjög, gekk því næst út úr kirkjunni og hélt beina leið til konungshallarinnar, þar sem hon- um veittist sá heiður að sitja til borðs með þeirra hátign konunginum og drotningunni. Þrem dögum síðar gekk Rúbens aftur aleinn inn i sömu einföldu kapelluna, af því að hann langaði til að horfa aflur á hið furðulega málverk og af því lrann þráði að finna aftur að máli þann mann, er hann þóttist vita, að hefði málað það. En nú var málverkið ekki lengur á sama stað. Aftur á móti lók hann eftir því, að í miðkirkjunni stóð líkkista á gólfinu og krupu allir klausturbræðurnir í kring um hana og sungu sálnamessu..............Hann færði sig svo nálægt, að hann gat séð andlit hins látna. IJað var faðir príórinn. — »Stórmikill málari var hann!«.............sagði Rúbens síðar, þegar undrunin og harmurinn höfðu loks orðið að víkja og gefa rúm öðrum tilfinningum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.