Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 3
IÐUNN
Þula.
Renni, renni rekkja mín,
renni í hugargeima,
um dularfullu djúpin þin
i dag ég ætla að sveima;
glóa þar æskugullin min,
gleðisólin á þau skin,
segulmagnið seint þeim dvín,
svífur á hugann munarvín,
þegar þau hafa seitt til sin,
sorgin á hvergi heima.
Gott er að mega gleyma.
Átti ég þar minn unaðssjóð,
ævintýri og fögur ljóð,
væri ég þyrst og þjáð og móð,
þau hafa tendrað lífs mins glóð,
og hugarins tíðum hjartablóð
hraðar lálið slreyma.
í*egar rek ég þeirra slóð,
þá sé ég undraheima,
þá sé ég nýja, fagra töfraheima.
Sé ég Laufey sitja og gráta,
sorgbitna úr öllum máta,
hún vill ekki huggast láta,
hrædd að missa kongssoninn,
fyrsta ástarfögnuð sinn.
Það er lífsins þunga gáta,
þekt en ekki ráðin:
Af hverju siíta örlög kærleiksþráðinn?
Fædd var hún uppi’ á Feiknaströndum
í fávizkunnar tröllahöndum,
Iðunti VII. l|