Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 4
162
Þula.
IÐUNN
að rata á lífsÍDs vegi vöndum
var henni því ei fært.
Ein má hún reika á eyðisöndum,
þá aðrir dansa á blómalöndum,
og láta við ýmsa alt af höndum,
sem er henni dýrt og kærl.
Svona hefur lífið suma nært.
Það er fult af undraöndum,
sem ei vér megum skilja,
en vér erum látnir lúta þeirra vilja.
Lifað hafði hún æsku auma,
ekki var henni kent að sauma,
skáru henni skikkju nauma
af skrúða lánsins forlögin,
en hún fékk skyhluskattinn sinn,
að kafa harmsins köldu strauma,
klæða- dýr varð -saumurinn,
sem kostaði hana kóngssoninn.
Aðeins sinna ástajdrauma
alein mátti hún njóla.
Ekki girnast allir það þeir hljóta.
Hver vill skifta á kotungs jóði
og konunglegu mentafljóði? •
þurra brauði og þungum sjóði?
Það gerir ekki heimurinn.
Hann hugsar meira um haginn sinn.
Laufeyjar varð lítill gróði,
hún lærði að elska og sakna,
en það er fyrst til þessa lífs að vakna.
Renni, renni rekkja mín,
rökkvar á hugarbrautum.
þegar dagur þessi dvín,
þá er að hverfa heim lil sín,
heim til sín að hversdagsstriti og þrautum.
Ö.