Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 6
164
G. Verga:
IÐUNN
Licodia; hann var ökutnaður og haiði fjögur múldýr
á gjöf af Sortino-kyni. Þegar Turiddu heyrði þetta,
þá fór nú að grána gamanið. Hann kvaðst skyldu
rekja úr honum garnirnar, kauðanum frá L’codia —
það skyldi hann gera! Samt varð nú ekkert úr því,
heldur svalaði hann sér á að syngja alla þá níð-
söngva, sem hann kunni, undir glugga ungfrúarinnar.
— Hefur Turiddu hennar Nunziu ekkert að gera,
sögðu nágrannarnir, þar sem hann eyðir nóttunni í
söng, eins og einmana þröstur?
Loksins inætti hann Lólu, nýkominni heim úr
pilagrímsferð til »Máriu, sem við fári forðar« (Ma-
donna del Pericolo), og þegar hún sá hann, gerði
hún hvorki að biikna né roðna, en lét eins og ekkert
hefði í skorist.
— Sæll sá, er sér þig! — sagði hann.
— Ó, Turiddu góður, mér er sagt að þú hatir
komið heim í byrjun mánaðarins.
— En mér er líka sagt nokkuð annað! — svaraði
hann. — Er það satt að þú ætiir að fara að giftast
honum Alfio ökumanni?
— Ef guð vill! svaraði Lóla og togaði bæði klút-
hornin npp á hökuna.
— Þú breytir eftir guðs vilja, hvað sem tautar, og
gerir það, sem þér sýnist! Og það var þá víst guðs
vilji, að ég skyldi koma aftur svona langt að til að
fá þessar fallegu fréttir, Lóla! —
Vesalings Turiddu reyndi enn að bera sig karl-
mannlega, en hann var orðinn hás í rómi og nú
gekk hann hak við stúlkuna og riðaði allur, en húfu-
skúfurinn slóst á báðar hliðar um herðarnar. Víst
sárnaði henni að sjá hann svona á sig kominn, en
hún hafði ekki hjarta í sér iil að blekkja hann með
fögrum orðum.
— Heyrðu, Turiddu, sagði hún að lokum. Iofðu