Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Qupperneq 7
IÖUNN
Cavalleria rusticana.
165
mér að ná aftur í samferðafólkið. Hvað mundi sagt
verða heima fyrir, ef ég sæist með þér? . . .
— Satt að vísu, svaraði Turiddu, nú, þegar þú ert
orðin kærastan hans Alfio, sem á fjóra múlasna á
stalli, þá er þarfalaust að vekja umtal hjá almenn-
ingi. En veslingurinn hún móðir min, sem varð að
selja jörpu múlösnuna okkar og litla víngarðshornið
okkar við þjóðveginn, þegar ég fór í herþjónustu.
Liðnir eru þeir tímarnir, þegar Berta spann, og þú
manst ekki lengur þá tíð, þegar við töluðumst við
gegn um gluggann í húsagarðinutn og þú gafst mér
klútinn þann arna að skilnaði; guð einu veit hvað
raörgum tárum ég hefi í hann grátið alla þessa
óraleið, sem ég varð að fara, svo langl í burt, að
ég meira að segja gleymdi nafninu á þorpinu okkar.
Jæja þá, í guðs friði, Lóla. Minnumst þess, að »ekki
tjáir að sakasl um orðinn hlut«, og látum vináttu
okkar lokið.
Lóla giftist ökumanninura, og næsla sunnudag
sýndi hún sig á dansleiknum með hendurnar í kjölt-
unni lil þess að láta sem mesl bera á gildu gull-
hringunum, sem maðurinn hennar hafði gefið lienni.
Turiddu hélt uppteknum hætti, gekk upp og niður
litlu götuna með pípuna í raunninum og hendurnar
i vösunum, eins og ekkei t hefði i skorist, og sendi
ungu stúlkunum auga; en inni fyrir sveið honum,
að maður Lólu skyldi eiga svona niikið fé, og að
hún iét sem hún sæi hann ekki, þegar hann gekk
fram hjá.
— Eg skal launa henni lambið gráa, bikkjunni
þeirri arna! tautaði hann fyrir munni sér.
Andspænis Alfio bjó Cola bóndi, víngarðsmaðurinn,
sem var sagður forríkur og átli eina dóltur heima.
Turiddu linti nú ekki látunum, fyr en honum lókst að
verða jarðyrkjumaður hjá Cola bónda; gerðist hann