Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 8
166
G. Verga:
IÐUNN
þar heimagangur í húsinu og fór að spjalla dátt
við heimasætúna.
— Hvers vegna farið þér ekki heldur lil hennar
frú Lólu með þessi fagurmæli? spurði Santa.
— Frú Lóla er hefðarkona! Frú Lóla er nú gift
krýndum kongi! —
— Ég er ekki samboðin krýndum kongi. —
— Þú ert hundrað sinnum meira virði en Lóla, og
ég þekki einn mann, sem ekki mundi líta við frú
Lólu né dýrðlingnum hennar, ef þú værir viðstödd,
því að frú Lóla er ekki verð þess að bera skóna
þína, það er liún ekki. —
-- Þegar refurinn gat ekki náð í vínþrúguna . . .
— f*á sagði hann: Enn hvað þú erl falleg litla
þrúgan mín!
— Æ, æ! Skárra er það nú liandafumið, Turiddu.
— Ertu hrædd um, að ég éti þig?
— Hrædd er ég ekki, hvorki við þig né guð þinn.
— Hæ! Móðir þín var frá Licodia. Þú átt ólgandi
blóð i æðum. Ó, ég gæti étið þig með augunum!
— Éttu mig með augunum, velkomið, og ieyfðu
ekki af; en — meðal annara orða — lyflu upp fyrir
mig hrísbagganum þarna.
— Ég skyldi lyfta upp fyrir þig öllu húsinu, það
skyldi ég gera! —
Til þess að roðna ekki fleygði hún í hann spýtu,
sem hún hafði við höndina, en hitti hann samt ekki,
þótt undarlegt megi virðast.
— Flýtum okkur; þvaður bindur engan bagga.
— Væri ég ríkur, myndi ég reyna að ná mér í
konu, eins og þú ert, Santa.
— Ég ætla mér eklci að eignasl krýndan kong,
eins og hefðarfrúin hún Lóla, en heimanmundinn
minn á ég Hka, þegar droltinn sendir mér einhvern
manninn.
— Ég veit að þú erl rik, það veit ég vel!