Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 9
IÐUNN
Gavalleria rusticana.
167
— Vitir þú það, flýttu þér þá burt, því að þarna
kemur hann pabbi minn, og ég gef ekki um að láta
hann finna mig hérna í garðinum. Faðir stúlkunnar
fór nú að yglast á svipinn, en hún lét sem hún sæi
það ekki, því að húfuskúfur »berságlieranna« hafði
komið við lijartað í henni og dansaði sífelt fyrir
augum hennar. t*egar föðurnum hafði tekist að
koma Turiddu út úr dyrunum, opnaði dóltirin
gluggann fyrir hann og stóð svo skrafaudi við hann
alt kvöldið, svo að ekki var um annað spjallað í
öllu nágrenninu.
— Ég er að verða vitlaus þín vegna, sagði Turiddu,
og nýt hvorki svefns né matar.
— Hvaða vitleysa!
— Ég vildi að ég væri orðinn sonur hans Viktors
Emanúels, svo að ég gæti eignast þig! —
— Hvaða vitleysa!
— IJað veit guð, ég gæti étið þig, eins og brauð!
— Hvaða vitleysa!
— Jú, það veit trúa mín!
— O, mamma mia!1)
Lóla lá allar nætur á hleri, falin bak við basil-
kerið og bæði bliknaði og roðnaði. Svo kallaði hún
einu sinni á Turiddu.
— Jæja, Turiddu góður, gainlir vinir heilsast þá
ekki lengur?
— Æ, sæll er sá, sem fær að heilsa þér, sagði
unglingurinn og andvarpaði.
— Ef þig langar nokkuð til að heilsa upp á mig,
þá veiztu hvar ég bý. —
Turiddu fór nú svo oft að lieilsa upp á Lólu að
Santa komst á snoðir um það og skelli glugganum í
fyrir nefinu á honum.
Nágrannarnir ýmist brostu eða kinkuðu kolli, þegar
1) Orö.ililtœki (upphrópuii) á Sikiley (mamma mín).