Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 11
ÍÐUNN
('avallerin rusticana.
169
sinum, og á páskadagskvöldið höfðu þeir bjúgu á
borðum. Alfio kom þar inn, og sá Turiddu þegar á
augnaráði hans, að hann myndi eiga við sig erindið,
og lagði matforkinn sinn á borðið.
— Hvað er þér á hendi, Alfio góður?
— Ekkert, Turiddu góður. það er einungis nokkuð
langt síðan við höfum sézt, og ég viidi tala við þig
um þetta, sem þér er kunnugt um.
Fyrst hafði Turiddu boðið honum glasið silt, en
Alfio hafði ýtt því til hliðar. Þá stóð Turiddu upp
og sagði:
— Til er ég, Alfio góður.
Ökumaðurinn lagði handlegginn um háls honum.
— Viljir þú koma í fyrramálið i fíkjutrjálundinn
hjá Canziria, þá getum við talast við um það, sem
okkur fer á milli, félagi.
— Bið þú mín á þjóðveginum um sólaruppkomu
og svo verðum við samferða þangað. Að svo mæltu
kystust þeir einvígis-kossinum. Turiddu kleip 1 eyrað
á ökumanninum, og var það hátíðlegt merki þess,
að hann skyldi standa við orð sín.
Vinir Turiddu höfðu í kyrþey yfirgefið bjúguna og
fylgdu honum heim til sin. Vesalings Nunzía beið
eftir honum fram á nólt.
— Mamma, sagði Turiddu, þú manst, að þegar ég
fór í herþjónustuna, þá bjóst þú ekki við, að ég
myndi nokkuru sinni aftur koma. Gefðu mér vænan
koss, eins og þú gerðir þá, því að í fyrramálið fer
ég í langferð.
Fyrir dögun tók hann stálrýtinginn sinn, sem hann
hafði falið undir heyinu, þegar hann fór i herþjón-
ustuna, og lagði af stað til fíkjutrjálundarins við
Canziria.
— Æ! Jesús Maria! Hvert ætlar þú að æða? sagði
Lóla kjökrandi og hrædd, þegar maður hennar var
að fara út.