Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 12
170
G. Verga:
IÐUNN
— Kg fer hérna á næstu grös, sagði herra Alfio,
en þér myndi koma það betur, ^að ég kæmi ekki
aftur.
Lóla baðst fyrir á skyrtunni við rúmstuðulinn og
þrjTsti upp að vörunum talnabandinu, sem Bernardino
munkur hafði fært henni frá í.andinu lielga, og las
allar þær Mariubænir, sem hún kunni.
Turiddu gekk spölkorn eftir gölunni við hliðina
á félaga sínum, sem var hljóður og með liúfuna
niður í augunum. þá tók Turiddu fyr til máls og
sagði:
— f’að er eins satt og guð er yfir okkur, að ég
er brotlegur og ég hefði látið þig drepa mig. En
áður en ég fór af stað, sá ég gömlu konuna; hún
var komin á fætur til þess að sjá mig leggja af stað,
en lézt vera að líta eftir hænsnahúsinu sínu; það
var eins og hjartað segði henni til, og svo sannar-
lega sem guð er til, þá skal ég drepa þig, eins og
hund, til þess að þurfa ekki að koma tárunum út á
blessaðri gömlu konunni.
— Gott er það, sagði Alfio og fór úr treyjunni,
við skulum hvorugur öðrum hlít'a.
Þeir voru báðii' duglegir skilmingamenn. Turiddu
varð fyr fyrir lagi og gat í tæka líð borið hand-
legginn fyrir. Hann galt lagið rösklega og miðaði á
kviðinn.
— Nú, Turiddu góður, þér er þá alvara að drepa
mig.
— Já, ég hefi sagt þér það. Síðan ég sá gömlu
konuna i hænsnahúsinu, finst mér ég einlægt hafa
hana fyrir augunuin.
— Opnaðu þau þá vel, augun þín! hrópaði Alfio,
því að nú skaltu fá ærlega endurgoldið lagið.
Þarna stóð hann nú búinn til víga, allur í linipri,
og hélt vinstri hendinni um sárið, sem þjáði liann,
og olboginn nærri straukst við jörðina; þá grípur