Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 17
iðunn Flugur. 175.
Þú varst ómetanlegur, segir hann og lítillækkar
sjálfan sig.
Eg skil þetta ekki, segir leikarinn. Hér er glaumur
og gleði, en ég kem frá landi hörmunganna.
Já, þú varsl ágætur, segja englarnir.
Eg efast um að aðrir hefðu leikið það betur, segir
Gabríel erkiengill og hann ber gott skyn á slíka hluti.
Leikarinn setur hnykk á höfuðið og hlær.
Það var leikur, segir hann og blístrar.
En segðu mér eitt, Guð almáttugur. Af hverju
vitum við ekki, að við erum að leika?
Þegar þið vitið það, leikið þið ekki. Þið setjist bak
við tjöldin og horfið á.
Þetta sagði Guð almáttugur og veizlunni var haldið
áfram.
Ævisaga.
Ég er ung stúlka, sem dansa eftir veginum og syng.
Þegar ég mæti honum, hætti ég og hlæ?
Hvers vegna hætti ég og hlæ?
Ég dansa eftir veginum og syng. Þegar ég mæti
lionum, hætti ég og hlæ.
Hvers vegna hættið þér að syngja?
Eg veit það ekki.
Hvers vegna hlæið þér?
Eg veit það ekki.
F2n ég veit það. Þér eigið gimstein, sem þér ætlið
að gefa.
Eg dansa eflir veginum og syng. Áður en ég mæli
honum sný ég við og flýti mér.
Hann nær mér og réttir fram hendurnar.
Gimsteininu?
Ég skil yður ekki.
Þér elskið mig.
Hann tekur utan um niig og kyssir mig.