Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 19
iðunn
Fjárhagshorfurnar.1)
Háttvjrtur frummælandi þessa máls, herra lands-
bókavörður Jón Jacobson, skoraði sérstaklega á mig
á síðasta fundi, að taka til máls við frekari umræður
síðar, og lofaði ég því, bæði af því, að ég sem gam-
all þingmaður, og sérstaklega sem fyrverandi land-
ritari var þessu máli sérlega kunnugur, því öll árin,
sem ég var landritari undirbjó ég fjárlagafrumvarpið
að mestu leyti fyrir hvert þing.
þegar atbuga skal fjáriögin 1922 og þær horfur,
sem byggjast á þeim, og það var aðalefni frummæl-
anda, þá ber fyrst að líta á tekjuhlið þeirra. Alt
frá byrjun og fram á síðustu ár, var það föst venja
að áætla tekjuliðina svo varlega, að það væri alveg
vlst, að þeir næmu áætlunarupphæð. Af reynslunni
vissi stjórnin, að þingið bafði tilhneigingu, eðlilega
má segja, til þess að hækka útgjaldaliðina að mun.
Reyndust því tekjurnar í rauninni hærri en áætlað
var, sem oftast varð, þá varð tekjuaukinn til þess að
mæta hækkuðum lítgjoldum frá þingsins hálfu. Var-
leg tekjuáætlun var þannig nauðsynlegt jafnvægi gegn
tilhneigingum þingsins að auka útgjöldin. Petta vissi
þingið líka mjög vel, og lét tekjuliðina venjulega
halda sér, einkum gamla, fasta tekjustofna, sem
bygðir voru á meðaltali undanfarandi 3 eða 5 ára.
Að því er snertir fjárlögin fyrir 1922 er þessari
reglu ekki fylgt, því fjármálaráðherrann lýsti því yfir,
að áætlunin væri eins hátt sett og fært væri, og það
1) Erindi ilutt i landsmúlafclagitiu »Stefnir« 20. nóvember 1921.
Iðunn VII.
12