Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 20
178
Kl. Jónsson:
IÐUNN
meðfram vegna þeirrar stefnubreylingar, sem kom
fram i þessu 1919, sérstaklega í Ed.1 2). Áætlunin er
því ekki samin á sama hátt sem áður, beldur eftir
stefnu þingsins 1919, því bruðlunarsamasta þingi,
sem nokkurntíma hefir háð verið. í sjálfu sér gerir
þetta samt ekki eins mikið til, og í fljólu bragði
mætti virðast, því stjórnin lagði jafnhliða fyrir þingið
ýins frumvörp um nýja skatta, og á úrslilum þeirra
frumvarpa varð tekjuáætlunin að grundvallast að
meiru eða minnu leyti.
Neðri deildin lét tekjuhliðina alveg óhaggaða, því
þá var enn alls ekki útséð um nýju skatlafrum-
vörpin, en það er til marks um vinnubrögð þingsins
nú, í samanburði við störf fyrri þinga, að þótt hér
væri í fyrsta sinni að ræða um fjárlög fyrir að eins
eitt ár, þá skilaði fjárveitinganefndin áliti sinu fyrst
17. apríl, eða um 9 vikum eftir þingsetning, og þótt-
ist roggin af, sem von var; en það var föst regla á
hinum eldri þingum, að skiia nefndarálitinu eftir 4
vikur, og giltu fjárlögin þó þá fyiir 2 ár. Upp í efri
deild komst frumvarpið loks eftir 11 vikur. Við 2.
umr. þar eða við 5. umr. fjárlagafrumvarpsins, gerði
deildin gagngerðar breytingar á tekjuhliðinni, »án
þess að bera sig saman við fjármálaráðberrann um
neitt«.J) Það má því nærri geta, hve ábyggiieg þessi
áætlun hefir verið, og farast fjármálaráðherra svo
orð um hana: »Mér kemur það undarlega fyrir, að
sjá háttvirta fjárhagsnefnd búa til áætlun yfir tekju-
hlið fjárlaganna, áður en séð er um forlög margra
tekjufrumvarpa sljórnarinnar?« Við eina umræðu í
Nd. var mikil breyling gerð á tekjuhliðinni, sumir
skattar hækkaðir, og aðrir lækkaðir, og jafnvel alveg
burt numdir, alt af handahófi að því er virðist. Nægir
1) Alþtíð. 1921, B. bls. 1021.
2) Alþtíð. 1921, B. bls. 1338.