Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 21
IÐUNN
Fjárhagshorfurnar.
179
í þvi efni að tilfæra, að við þessa umræðu voru skatt-
arnir hækkaðir um 790 þúsund kr. en aðrir lækkaðir
eða feldir burtu, er námu 410 þús. kr., og sem dæmi
upp á hringlandaskapinn má geta þess, að stimpil-
gjaldið, sem stjórnin hafði áællað hálfa aðra miljón kr.,
var alt í einu lækkað um heila miljón. Fyr má nú vera.
Auðvitað stafaði þetta af breytingu, sem gerð var á
lögunum á síðasta augnabliki. Pannig lagaður undir-
búningur á tekjuhlið fjárlaganna er alveg eins dæmi
í þingsögunni og er einn út af fyrir sig nægilegur til
að sýna það og sanna, að tekjuhliðin er alveg óá-
byggileg, að giundvöllurinn undir fjárhag landsins
er algerlega óáreiðanlegur. Ég vil svo athuga
einstaka tekjuliði sérstaklega.
Nýju skattarnir eru aðallega tveir, fasteignaskattur
og tekju- og eignaskattur. f*að er gömul reynsla, að
nýir skattar gjaldast ekki vel í fyrstu af eðlilegum
áslæðum. Nú iná auk þess búast við, að síðari skatt-
urinn verði, alténd í fyrstu, óvinsæll, því skatturinn
á að greiðast af öllum tekjum og öllum eigum skuld-
lausum, sem hver maður á. það er hætt við að
mörgum verði það erfitt að telja fratn og meta til
verðs hvert pút og plagg, sem þeir eiga, það er hætt
við, að mörgum þyki hart að gjalda skatt af bóka-
safni sínu, málverkum o fl. og hvernig á að meta
það? það verður erfitt þrátt fyrir ítarlegar leiðbein-
ingar, sem von er á. Jeg er sannfærður um, að fyrst
í stað sleppur inargt og mikið undan skatti, bæði
vegna vísvitandi rangs framtals, og sérstaklega vegna
vanþekkingar. Auk þess er afar mikið komið undir
skallanefndunum, en þær hafa að undanförnu reynst
mjög inisjafnar. Að öllu þessu athuguðu álít ég tekju-
og eignarskattinn of hátt áætlaðan með 700 þús. kr.,
en fjármálaráðherrann telur vlst, að sú upphæð fáist.
Útfl utningsgjaldið var undir þinglokin hækkað
um 100 þús. kr., það er lang óáreiðanlegasti tekju-