Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 22
180
Kl. Jónsson:
IÐUNN
stofninn, því það er aðallega bygt á sfldinni, en allir
vita, hvað síldarveiði er hættulegur atvinnuvegur,
ekki af því, að síidin bregðist, heldur af því, að
hún seljist ekki, og þá sizt fyrir sæmiiegt verð. þessi
hækkun er þvi í mesta máta varhugaverð. Ég gæti
nefnt fleiri tekjugreinar, sem eru of hátt settar eða
óvissar, t. a. m. tekjur af einkasölu á tóbaki, en ég
læt mér þetta nægja, og vona að öllum sé ijóst, að
það er rétt hjá mér, að tekjuáætlunin, eins og hún
er undirkomin og fastsett sé allsendis óábyggileg.
t*á vil ég minnast á útgjaldahliðina, og vil ég
taka fyrir nokkra útgjaldaliði, og sýna með saman-
burði við árið 1915, og þá var þó stríðið byrjað fyrir
nokkru og dýrtíðin faiin að gægjast fram, hve gífur-
lega útgjöldin hafa vaxið á þessu fárra ára tímabili.
Kostnaður við alþingi var 1915 kr. 75.000 en nú
árið 1922 áætlaður kr. 270,000. Þetta er gífurleg
hækkun á ekki lengra tímabili, og hún stafar af
ýmsu, fyrst og fremst óhæfilega miklu, og því óþörfu
mannahaldi, þar næst af þvi, að þingmenn tóku í
sumar um 200 kr. í kaup á viku, eða um 800 kr. á
rnánuði. Pingmenn búseltir í Reykjavfk, er geta gegnt
störfum sínum þar, alveg eins fyrir það, þótt þeir
sitji á þingi, fá því um 2500 kr. bara í aukagetu
sem þingmenn, og virðist svo, sem þeir gætu látið
sér nægja eitthvað rninna. Gamall þingmaður sagði
líka við mig í lok þingtímans, að nú færi hann heim
með mikið fé, því sér væri alveg ómögulegt að brúka
alt það, sem hann fengi. Þá er ferðakostnaður þing-
manna orðinn svo hár, að furðu sætir, að forsetar
skuli ávísa slíkum reikningum. Á aukaþinginu 1920
var ferðakostnaður eins þingmanns 1488 kr., en ekki
veit ég þó, hvort hann hefir Ieigt línuskip til að flytja
sig fram og aftur. Þó tekur út yfir ferðakostnaður
annars þingmanns, sem býr tvær hægar dagleiðir
héðan; hann var 707 krónurl! Þá var borgað fyrir