Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 23
IÐUNN
Fjárhagshorfurnar.
181
prenlun þingtiðindanna árið 1920, 96 þúsuud kr.,
þriðjungi liærra en Ölfusáibrúin kostaði á sínum
tíma, og talsvert meira en Þjórsárbrúin kostaði. Og
það væri þó sök sér, ef Alþingistíðindin væru sannur
spegill af þinginu, en því fer fjarri að svo sé; því
þingmenn breyta ræðum sínum alveg eftir geðþótta
eftirá. Og hve margir lesa svo þessa dýru bók?
Æðsla stjórn landsins kostaði 1915, 58 þús. kr.,
nú 201 þús. kr., þar mætti líka spara mannahald.
Hagstofan, tiltölulega ný stofnun, kostaði 1915, 12
þús. kr., nú 55 þús. Það er efnileg stofnun, sem lítur
út fyrir, að ætli sér að gleypa góða fúlgu með tím-
anum. Sendiherrann í Kaupinannahöfn, þessi al-
óþarfi tildursherra, kostaði 1915 ekki neitt, því hann
var þá, guði sé lof, ekki til, en nú kostar liann 48
þús. kr., og engin von til, aö sú upphæð nægi, verði
hann látinn halda áfram. Dóingæzlan hefir vaxið
úr 87 þús. kr. upp í liðuga hálfa miljón (506 þús.
kr.). Það er skifting bæjarfógetadæmisins í Reykjavík,
sem þar ræður mestu um; það er alveg ótrúlegt
mannahald, sem þessi embætti þurfa. Það er því
ekki eins inikil fjarslæða og sýnast kanu í fyrstu,
sem einn fyndinn náungi sagði við mig um daginn,
að nú hefðu 60 menn það starf á hendi í Reykja-
vík, sem 6 inenn hefðu unnið fyrir 10—12 árum.
Læknastéttin kostaði þá 220 þús. kr., en nú 825
þús. Ég geri nú ráð fyrir, að mörgum þyki því fé
vel varið, sem gengur lil lækna og heilbrigðismála,
og það var líka brýn þörf á,, að bæta kjör margra
héraðslækna, einkum í útkjálkahéruðum, þar sem
um litla praxis er að ræða. En þó getur enginn
neitað, að þessi hækkun er alveg óhæfileg. Hún stafar
annars af því, að á þinginu 1919 voru laun lækna
eigi einungis stórum aukin, eins og rétt var, heldur
fengu þeir þar að auki dýrtíðaruppbót ofan á þessi
auknu laun, svo að t. a. m. læknar, sem 1919 höfðu