Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 25
SÐUNN
Fjárhagshorfurnar.
183
skoðaður sem sveitarstyrkur. En landssjóður á aðeins
að styrkja sveitirnar til að byggja barnaskólahús, og
leggja eitthvað eftirlaunasjóði kennara. Þessi gífurlega
byrði, sem nú er alveg nýlega búið að demba á þjóð-
ina eða ríkissjóð, er árangur af látlausri tilraun
sveitarfélaganna, og nú líka sýslufélaga, til að varpa
allri fjárhagsbyrðinni yfir á ríkissjóð, tilraun sem
verður að verjast af öllu aíli, því með þvi verður
skattaþunganum alveg ójafnt skift milli atvinnu-
veganna.
Pegar þessi gífurlega aukning á næstu fjárlögum
er athuguð, þá leynir það sér ekki, að hún er beint
áframhald af þinginu 1919, þá stieymdu peningar
inn í landið og um það, og þingmenn bruðluðu þá
með fé landsins. Ef einhver sótti um bitling í hvaða
skyni sem það var, þá var svarið strax: Það skaltu fá.
Enn er eitt atriði ótalið, sem efla mun drjúgum
tekjuhallann og frummælandi mintist ekki á, og það
eru fjáraukalögin fyrir yiirstandandi fjárhagstima-
bil. Þegar regluleg fjárlög eru samin, er ekki hægt
að ákveða nákvæmlega öll útgjöld, sem kunna að
koma fyrir á næsta ári, eða árum, sem fjárlögin gilda
fyrir; geta því altaf nauðsynleg gjöld, sem ekki voru
fyrirsjáanleg, tilfallið, og þau gjöld er sérhver stjórn
skyld að greiða upp á væntanlega fjárveitingu. En
þessi gjöld eru venjulega smá og aðeins þau, sem
eru bráðnauðsynleg. Gjaldaupphæðir á fjárauka-
lögum hafa því venjulega verið svo smáar, að þeirra
hefir sama sem ekki gætt, en hafa þó farið heldur
vaxandi eins og fjárlögin. Árið 1915 voru þessi gjöld
112 þús. kr., og voru þá óvenjulega há, og stöfuðu
mesl af því, að landssjóður varð þá að taka að sér
alveg heilsuhælið á Vífilstöðum; liðugur þriðjungur
upphæðarinnar gekk lil þess. Á fjáraukalögum fyrir
þetta ár, sem er að líða, eru gjöldin tíföld 1.237 þús.