Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Qupperneq 26
184
Kl. Jónsson:
IÐUNN
kr., enda var haft eins mikið við þau og fjárlögin
sjálf, og það var alveg eins og þingmenn kæmust í
hvalfjöru, hver heimtaði sinar þjósir þar. Þessi auka-
gjöld upp á liðuga miljón króna gjöra ekki horfurnar
fyrir næsta ár glæsilegri.
Þegar nú þessi gífurlegu útgjöld eru athuguð, þá
vaknar hjá manni sú spurning, hvað þolir þjóðin há
útgjöld? í útlöndum er mælikvarðinn fyrir skatta-
álögunum sá, hve hátt hundraðsgjald menn borga af
tekjum sinum, og það var fyrir stríðið alment svo
talið af beztu hagfræðingum, að skattabyrðin mætti
ekki fara fram úr 12 — 13°/o af tekjum þjóðarinnar,
þó væri þetta dálítið misjafnt, t. a. m. gætu Frakkar
þolað hærri skattaálögur, og ættu hægt með að bera
þann skattaþunga, sem Rússum t. a. m. væri alveg
um megn.
Ég held að ég sé sá fyrsti, sern reyndi að reikna
út tekjur þjóðariunar, í ritgerð um fjárhagsstjórn
íslands, sem birtist í Andvara 1917. Ég komst að
þeirri niðurslöðu, að árið 1916 hefðu tekjur íslend-
inga verið að vísu 28 miljónir króna. En Indriði
skrifstofustjóri Einarsson, sem ég beiddi að athuga
þetta atriði, taldi tekjurnar vera 36 miljónir. Ég fór
því bil beggja, og ætlaði þær 32 miljónir, og var þá
skattgjaldið 8,34°/o. og því farið að nálgast hámarkið.
Að reikna tekjurnar fyrir þetta ár, er hreinu ógern-
ingur, því árið er ekki einu sinni liðið. En það er
til önnur leið til að sjá, hve gjöldin aukast, og það
er með því að reikna út, hve hátt gjald kemur á
hvern mann í landinu, en það er þannig á hverju
10 ára timabili:
1876—77 2 kr. 17 au. á hvert nef,
1886—87 4 — 10 ---------— —
1896—97 6 — 33 --------— —
1906—07 10 — 76 ---------— —