Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Qupperneq 27
IÐUNN
Fjárhagshorfurnar.
185
1916—17 20 kr. 75 au. á hvert nef
og nú 1922 70 — 201)--------— —
Nú er spurningin, þolir landið slika hækkun á
fáum árum? Ég sé það í Alþingistíðindunum, að fjár-
málaráðherranum er illa við, að menn nefni gjald-
þrot. Auðvitað má heldur ekki nefna það af léttúð
og að órannsökuðu máli. En eftir að hafa kruíið mál
þetta til mergjar, æsingalaust og alveg óhlutdrægt,
þá furða ég mig ekkert á þótt gjaldþrot sé nefnt, og
það í fullri alvöru.
Háttvirtur frummælandi spurði: Hver ber ábyrgðina
á þessu fjárhagsástandi? Og hann nefndi ýmsa til:
Stríðið. .fú, dýrtíðin er afleiðing stríðsins, en hún á
einmitt að knýja hvern einasta einstakling og alla
þjóðina til sparnaðar. Stjórnina. Nei, ég get ekki
kent stjórninni um ástandið, því hún hafði allan vilja
til að spara, en það ligg ég henni á hálsi fyrir, að
hún skyldi láta bjóða sér önnur eins fjárlög. Hefði
hún ekki getað fengið betri fjárlög, hefði hún, að
minni hyggju, fremur átt að vikja, en framkvæma
slík lög. Þingið. Já, þingið ber aðallega ábyrgðina,
og það sem verst er, að það eru engin líkindi til, að
næsta þing, sem er óbreytt að þingmönnum, taki sér
nokkuð fram. Þeir hafa flestir setið alt of lengi, og
eru orðnir samdauna hver öðrum, og hrossakaup í
stórum stýl orðin þeirra inzta eðli. En aðal ábyrgðin
hvílir' á oss, kjósendum, því vér höfum kosið þessa
menn á þingið. Þess vegna kom frummælandi fram
með þá tillögu, að þetta félag gengisl fyrir stofnun
1) Við umræður uni málið licll lir. alþm. Jón Porláksson þvi fram, að
þessi siðasta tala væri of lág, liún ætti að vera um 100 krónur. Pað er
rétt að talan er of lág, en liún er rétt í samanburði við liinar lölurnar,
sem eingöngu miðast við ijárlögin, þvi þá gætti fjáraukalaganna einkis,
en nú má telja þau ef til vill um miljón, og verður þvi talan mikið
liærri Rétta talan hjrgg ég sé milli 80—90 kr. á mann, og sjá allir, hve
gífurleg hækkun þetta er á 6 árum.