Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 29
IÐUNN
Fjárhagshorfurnar.
187
um 'að stórrifa seglin á þjóðarskútunni þegar i stað,
þá kollsiglir hún sig áreiðanlega á næstu inisserum1).
Kl. J.
Sveitalif á íslandi
um og eftir m ðja 1 9. öld.
Eftir
Hallgr. hreppslj. Hallgrímsson
fra Rifkellsstööum.
jErindi Ilutt að Munkaþverá 28. febr. 1919 og þinghúsinu
að Fverá 5. april s. á.].
Af því ég er orðinn gamall — eldri en flestir, sem
hér eru saman koinnir, — hefir mér hugkvæmst að
rifja upp ýmsa lifnaðarbáttu manna frá æskuárum
minum, eins og þeir geiðust hér í sveit, þar sem ég
ólst upp, ef skeð gæti, að einhverjir, sem yngri eru,
hefðu gaman af því, og vildu svo bera það saman
við það, sem nú gerist. —
þau tímamót, sem ég mun helzt binda frásögn
mina við, eru árin 1858 til 1868. Fyrra áitalið miða
ég við það, að þá man ég fyrst ettir atvikum, sem
fyrir komu, en síðara ártalið miða ég við það, að
þá fór ég alfarinn úr föðurgarði. Þó ég flytti ekki
1) Af þvi onginn varð til þess á íundinum að verja aðgerðir þingsins,
tók ég það fram siðar undir uinræðunum, að dúlitið m«.ndi það draga
úr útgjöldunum 1922, að dýrtiðaruppbótiu minknði að mun, en að lækkun
kæmi þar niður er sízt skyldi, ú þeim, sera væru lægst launaðir, en
allur þorri elstu og hclztu embættisinanna héldu fullum liæðstu laun-
um, 9.500 kr.