Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 30
188
Hallgr. Hallgrímsson:
IÐUNN
langt — frá Garðsá að Litlahamri — sá ég þó og
fann ýmsar breytingar, frá því sem ég hafði vanist,
enda mun á því árabili, kringum 1870, margt hafa
byrjað að taka breytingum, sjálfsagt margt til bóta,
svo sem ýmiskonar félagsskapur, en ýmislegt mun
líka hafa lagst niður, sem gjarna hefði mátt haldast.
Auðvitað geta verið skiftar skoðanir um það; eirium
sýnist þetta, öðrum hitt. —
í*að sem ég helzl hefi hugsað mér að rifja upp
og segja frá, verður þá í 6 liðum: 1. andlega lifið,
2. vinnubrögð, þar með talin skepnuhirðing, 3.
skemtanir, 4. matarhæfi, 5. gestrisni og ferðalög og
6. ýmislegt.
Er þá fyrst: Andlega lífið. Með »andlegu lífi«
meina ég alla fræðslu af bókum, hvort heldur guðs-
orðabókum eða veraldlegum, svo og hugsunarhátt
manna um trú og kristindóm, að því er séð verður
og næsl komisi. — Þá var á mörgum heimilum
sárafátt af bókum; þó mun á flestum þeirra hafa
verið til eitthvað af guðsorðabókum, því á hverju
heimili voru lesnir húslestrar írá veturnóttum til
sumarmála og sumstaðar lengur. — Á hverju kvöldi
var sungið og lesið og sömuleiðis á öllum sunnu- og
helgidögum. Allir sem nokkuð gátu sungið, tóku þátt
í söngnum og var oft töluvert mikill söngur; en oft
virtist nú samt að »hver syngi með sínu nefi«. Margt
roskið fólk söng t. d Passíusálma bókarlaust —
kunni þá spjaldanna á milli. Á sumum heimilum
gátu engir sungið, en þá voru sálmarnir lesnir á
undan húslestrinum. Ég heyrði húslestur á nokkrum
heimilum og voru víðast góðir lesarar, enda höfðu
menn góða æfingu, þar sem lesið var á hverju kvöldi
allan velurinn. Allir virtust sitja með hugann fastan
við það, sem lesið var og sungið, og guðræknissvipur
virtist hvíla yfir öllum, enda voru unglingar víttir,
ef þeir höfðu nokkur ólæti eða hlátra, meðan á