Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 31
IÐUNN
Sveitalíf á fslandi.
189
lestrinum stóð, og kom slíkt sjaldon fyrir, þar sem
ég þekti til. Á virkum dögum eða kvöldum sat fólk
vanalega með prjóna sína, eða bætti föt, meðan lesin
var húslesturinn, en aldrei var unnin vinna, sem
nokkur hávaði fylgdi. Meðan guðspjallið var lesið,
Jétu inenn höndur falla í skaut sér og höfðust ekki
að. Þegar það var búiö, tóku menn aftur til vinnu.
Þegar lesarinn hafði boðið góðar stundir, kölluðu
allir úr sætum sinum: »Guð gefi ykkur góðar stundir,
þakka þér fyrir lesturinncc; en á helgum dögum
þökkuðu menn fyrir leslurinn með handabandi. Fyrst
framan af æskuárum minum heyrði ég ekki önnur
sálmalög en »gömlu lögin«, sem svo voru kölluð,
eítir að nótnabækur Ara Sæmundsens og Péturs
Guðjónssens komu út til almennings, sem mun hafa
veiið kringum 1860. Mörg þessi »gömlu lög« munu
hafa verið á nótum í Giallaranum og þannig breiðst
út. Þó fáir þektu þær nótur, ef nótur skyldi kalla,
hafa þó nokkrir þekt þær, og frá þeim hafa svo
lögin lærst. Ég sá sungið á Grallarann, bæði i kirkju
og heimahúsum, og var það helzt á hátíðum. Mörg
þessi gömlu lög voru falleg og yíir þeitn og í þeim
mörgum hvíldi einhver alvöru-, auðmýktar- og helgi-
blær, þegar þau voru vel sungin, og þeim áhrifum,
sein sá góði söngur hafði á mig, sem barn og ungling,
gleymi ég aldrei. Eftir að nýju lögin komu til sög-
unnar og farið var að syngja Passíusálmana með
þeim, fanst mér að þeir tapa einhverju af sínum
iðrunaranda og trúarkrafti, sem kom svo áþreifanlega
í ljós með gömlu lögunum, enda er ógn skiljanlegt
að svo hafi verið, því skáldið hefir að likindum haft
»gömlu lögin«, eða lög lík þeim, í huga, þegar það
orti sálmana. Þá kunnu menn mikið af sálmum,
bænum og versum, og kendi roskna fólkið ungling-
unum það oft í rökkrunum á kvöldin. —
Kirkjurækni mun hafa verið meiri og almennari