Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 33
IÐUNN
Sveitalíf á Islandi.
191
skeggræddi með fullum rómi, um kýr og krakka og
alt mögulegt og það jafnvel, þó prestur væri kominn
í kirkju. — Fyrst þegar ég man eftir, var messað á
miðvikudögum yíir föstuna, en það inun hafa lagst
niður um eða fyrir 1860. —
Þá mun víða hafa verið venja að lesa sögur eða
kveða rímur á vetrarkvöldum. Oftast voru það íslend-
ingasögur eða Noregskonungasögur, sem lesnar voru,
og man ég, að sumar sögurnar voru lesnar vetur
eftir vetur, t. d. Njála og Egilssaga. Unglingarnir
voru látnir lesa þær, þar sem þeir voru, og var það
góð æfing fyrir þá. — Áheyrendur tóku vel eftir því
sem lesið var og stunduin heyrði ég menn fara í
nokkurskonar kappræður, út af sögunum, — einn
hélt þessum fram, annar hinum. Yfirleitt hygg ég, að
almenningur haíi verið betur að sér i fornsögunum
þá, heldur en nú, þrált fyrir alla skólana. — Tillölu-
lega fátt var lesið af öðrum fræðibókum, enda mun
ekki hafa komið mikið út af þeim, á því árabili. —
Pá voru margir kvæðamenn og var mikið kveðið af
rimum; þólti það góð skemtun. Slundum voru menn,
sem fóru bæ frá bæ til að kveða á kvöldum og þólti
vel til vinnandi að fæða þá og hýsa, ef þeir kváðu
vel, sem margir gerðu. Fólkið kunni oft mikið í
rímunum, sem kveðnar voru vetur eftir vetur, og tók
það þá undir með kvæðamanninum og varð af því
glaumur mikill. Þegar vel var kveðið, var það góð
skemtun, kvæðalagið létt og liðugt og hrein og góð
rödd. — Ekki man ég eftir nema tveimur frélta-
blöðum á þeim árum: Norðra og Fjóðólfi, og komu
þeir báðir á heimili mitt; en á mörg heimili mun
samt ekkert blað hafa komið. Lestrarfélög voru hér
engin á þessu árabili, en fyrir 1870 mun samt hafa verið
stofnað lestrarfélag í Munkaþverársókn, hið sama sem
er þar enn. — Barnafræðsla var ekki önnur teljandi
en bóklestur, ofurlítið i skrift og svo að læra langa