Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 34
192
Hallgr. Hallgrimsson:
IÐUNN
kverið. Drengir lærðu margir ofurlítið að reikna, en
ílestum foreldrum þótti óþarfi, að stúlkubörn ættu
nokkuð við slika hluti, — þær liefðu ekkert með
það að gera í lífinul Litla tilsögn fengu ungling-
arnir, t. d. við skrift og reikning, það mesta að út-
vegað var skrifað stafróf, hjá einhverjum, sem þótti
skrifa læsilega og við það var látið sitja. Margt full-
orðið fólk var þá óskrifandi, en þó voru til stöku
menn, sem rituðu mjög fagra hönd, einkum hið svo
kallaða settletur og fljótaskrift. Mjög tornæmum börn-
um var stundum kent kverið utanbókar, og var þá
einungis kendur stóri stíllinn, — ekki ritningargrein-
arnar. þessi ulanbókar kensla mun samt hafa verið
mikið að leggjast niður, þegar ég var að alast upp;
þó man ég eftir einum sveitarórnaga á heimili rnínu,
sem þannig var kent, — kunni ekki að lesa. Aldrei
heyrði ég talað um, að fyrirlestrar væru fluttir hér
í sveit og yíirleitt mun lílið hafa verið um andlega
fræðslu utan heimilanna, nema ef vera skyldi í
kirkjunni.
Þá skal ég minnast dálítið á vinnubrögðin.
Vinnan var, eftir því sem mig minnir, öllu jafnari
yfir alt árið en nú á sér allvíða stað. t*að var víða
engu minna áframhald við vinnuna á vetrum en
sumrum, því mikil áherzla var lögð á tóskapinn, að
hann yrði sem mestur, bæði vaðmál og hið svokall-
aða smáband, sem mun hafa verið mesta verzlunar-
»innleggið« sjá sumum. Frá haustnóttum til jóla var
áframhaldið ákafast, með smábandstóskapinn. Var þá
sízt soíið meira en um há-sláttinn. Mest voru þá tættir
V1 sokkar og */, sokkar. Voru þá, — enda unglingar
um fermingu, — sem prjónuðu x/> sokkaparið yfir
daginn og gerðu þeir það dag eftir dag. Feir, sem
prjónuðu, skiluðu venjulega vikuverki sínu á laugar-
dagskveldum og fengu þakklæti fyrir, ef vel var skilað.
Eftir því sem mig minnir, var smáband líkt því,