Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 39
IÐUNN
Sveilalif á íslandi.
197
en hrossin réðu óefað kynbótura sínura sjálf. Hirðing
á kúm hygg ég sé lík enn þann dag í dag, sem hún
var í ungdæmi mínu, að öðru en þvi, að fjósin eru
víðast orðin bjartari og loftmeiri en þau voru þá.
Þá voru víða hin svokölluðu stuðlafjós. í þeim var
sama sem enginn trjáviður; veggir voru hlaðnir milli
básanna og hlaðið saman með strengjum í boga yfir
þeim. — Básarnir voru hvor á móti öðrum tveir og
Iveir og sneru kýrnar rössunum saman; á milli
veggjanna, milli básanna, var ofurlítil stélt, sem
börurnar voru hafðar á, þegar flórarnir voru mokaðir,
og á þá stétt eða stéttir, ef kýr voru fleiri en 4, voru
mjólkurfölurnar setlar, annars varð að ösla yfir flór-
inn til að komasl á stéttirnar. Yfir stéttunum var
kringlótt op á þakinu. Var það byrgt með klakka-
lorfu og í hana miðja fesl hrífuskaftsbrot, sem náði
inn í fjósið, og var glugginn byrgður og opnaður að
innan með skaftinu; aðrir gluggar voru ekki á þessum
fjósum, var því dimt þegar torfan var yfir. Heyið
var gefið í básana, því engar jötur voru. Heitt var í
íjósunum, en loftþungl held ég að hafi verið; þó
virlust kýrnar þrífast og mjólkuðu víst sæmilega. —
Sauðfé var sýnt töluvert meira harðræði á vetrum
heldur en nú. f*ar sem nokkur útbeit var, var því
beitt allan veturinn, þegar jörð var og veður leyfði.
Þá var venja að gefa sem allra minst fram að jólum.
Var þá fé oft mikið farið að leggja af. Þó var
lömbum sjaldan beilt allan veturinn. Sauðir voru þá
á mörgum bæjum og var sérstaklega farið hart með
þá. Víða voru beitarhús og voru sauðir hafðir á
þeim. Yfir þeim var staðið allan veturinn, þegar út
var látið og var að því mikill heysparnaður og betri
raeðferð á fénu. Oft var fé magurt á vorum, þó man
ég ekki, að ég heyrði talað um að það hrykki uppaf,
fyrir megurðar sakir, i grendinni. JÞá voru ær látnar
bera töluvert seinna en nú, ekki fyr en 3—4 vikur