Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 42
200
Hallgr. Hallgrímsson:
IÐUNN
óslitin röðin, eftir mannvirðingum. Þegar allir voru
komnir i sæti, eftir niðurröðun frammistöðumanna,
var farið að bera mat á borð. Var fyrst borinn fram
þykkur mjólkurgrautur með rúsínum i og mjólk út á.
Gerðu margir grautnum góð skil. Þá kom næst laufa-
brauðið. Var það útskorið, líkl og enn tíðkast á
jólum, en öllu meira var það vandað. Var hér kona
í hreppnum, setn þótli skera út brauð allra kvenna
bezt og var hún fengin til að búa undir veizlurnar.
Brauðið var búið til úr sigtuðu rúgmjöli. Brauðinu
var blaðið í smástafla um borðin, tók svo hver það
sem náði. Þá var og á borðum »skonrok« sem svo
var kallað; voru það heilar kökur á diskum. Til
þess að koma þessu harðmeli niður, var haft sýróp
á undirbollum, sem brauðinu var dýft í, eða þá
tekið með teskeið og smurt ofan á brauðið. Smjör
var líka á borðum. Sýrópið er svartur og þykkur
lögur, mjög sætur, en fremur væminn. Niðursneiddur
magáll var einnig á borðum. Pegar farið var að snæða
brauðið, komu frammistöðumenn með flösku og staup.
Gengu þeir bak við sæti manna, heltu í staupin og
réttu þau svo inn á milli manna til að tæmast;
fóru þeir fleiri umferðir meðan á mállíð stóð. Karl-
menn drukku brennivín, en sumt kvenfólk mjöð,
sem þá þótti bezti kvennadrykkur. Sumir voru víst
orðnir hreyfir, þegar þeir stóðu upp frá borðum, þvi
ósleitilega var veitt í staupinu. Begar menn voru
seztir undir borð, var sunginn borðsálmurinn »Faðir
á liimna hæð«, og svo annar borðsálmur, áður en
staðið var upp. Konur sá ég, sem áttu ungbörn
heima, taka skonroksköku, kljúfa hana í miðju og
hella þar í sýrópsleifum, létu svo partana saman
aflur og bundu klút utan um, og færðu svo börn-
unum sínum, þegar heim kom; líka sá ég sýrópinu
helt í glas, og var það enn ógeðslegra. Eftir að menn
höfðu matast, kom kaffi með Iummum, kringlum og