Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 43
IÐUNN
Svcitalif á Íslandi.
201
laufabrauði; eftir öðru brauði man ég ekki með
kaíiinu. Fljótlega þar á eftir kom púnsið, sem haft
t&r í hverri veizlu. t*á fór nú að lyftast brúnin á
gömlu körlunum, og fór þá að verða alt fjörugra.
Vanalega talaði presturinn fyrir minni brúðhjónanna
og stundum urðu fleiri til þess, en ekki man ég
eftir öðrum minnum. Nokkuð var sungið, en að
öðru leyti skemtu menn sér með þvi að skrafa og
skeggræða. Ekki var dansað á þeim árum. Sjaldan
stóðu veizlurnar langt fram á nótt, bæði voru öl-
föngin farin að minka og heldur fátt um tilbreytni í
skemtunum. Væru brúðhjónin fátæk, var þeim oft
gefið eitthvað, sem þeim mátti að gagni verða. —
Likt þessu held ég brúðkaupsveizlur hafl farið fram,
hér í sveit, í kringum 1860. — Þó vissi ég, að stund-
um var ekki annar matur en laufabrauð og sýróp.
,Voru þá látnar 2 eða 8 kökur hjá hverjum, og fóru
konur þá heim með leifarnar, ef nokkrar voru.
Þá vil ég minnast á matinn — fæöuna. Matar-
hæfi var mjög frábrugðið því, sem nú er. Þá lifðu
menn miklu meira á heimafenginni fæðn, heldur en
nú, t. d. skyri, kjöti, fiski og fjallagrösum. Þá tóku
menn sem minst að unt var af kornmat í kaup-
staðnum; var það aðallega rúgur, bankabygg og
baunir. Eins og áður er tekið fram, var öllum ám
fært frá, var þvi mikið súrt skyr undan sumrinu;
var það borðað allan veturinn og þangað til skj'r
kom næsta sumar, með litlu af vatnsgraut saman
við. Vatnsgrautar voru búnir til úr rúgméli og söx-
uðum fjallagrösum, ef þau voru til. Kjöt var víða
töluvert, því fátt var látið í kaupstaðinn, þó mun
víða hafa verið lílið eftir af því um sláttinn. F*ar
sem ég þekti til, mun matarskamtur hafa verið ná-
lægt þessu: Vetur, vor og haust mun skamturinn
liafa verið líkur á morgnana; skyrhræra og mjólk,
og slátursneið niðri í handa karlmönnunum í 4ra