Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 46
204
Hallgr. Hallgrimsson:
IÐUNN
venjulega geíinn matur: harðfiskur, brauð og kjöt, en
stunduin spónamatur og slátur. Ef einhver kom, sem
ekki vildi tefja, gaf húsbóndinn honum máske brenni-
vínsstaup, því oft átti hann til brennivínsdropa, Ef
krakkar komu með boð eða bréf, var vanalegt að
búsmóðirin kom úl með hálfa flalköku, smurða með
smjöri eins þykku og kakan var, og sagði um leið
og hún rétti það að barninu: »Viltu ekki stinga
þessu upp í þig, og farðu svo á stað, letrið mitt, þú
getur maulað það á leiðinni«, og svo fór barnið af
stað. Ég fekk margan góðan brautbilann með þess-
um eða þvílíkum orðum, og hypjaði mig svo á stað
hið skjótasta. Ekki var venja, að geslir tefðu mjög
lengi, ef þeir ætluðu ekki að gista, og mjög sjaldan
fóru menn erindislaust á bæi, nema þeir, sem voru
hálfgerðir flækingar, svo sem Sölvi Helgason og hans
líkar, sem fáir voru, og höfðu menn jafnan óbeit á
komum þeirra. — Þá voru næstum allir óbúandi í
ársvistum, var því lítið af lausaleiksumrenningum —
minna en nú.
þá voru ferðaiög ótíðari en nú. Helzt var það þá
húsbóndinn, sem ferðaðist. Hann sendi sjaldan vinnu-
menn sína í kaupstað, fór vanalega sjálfur, þegar
eitthvað þurfti að talca út, eða flytja þangað. Bundu
þeir sjálfir á hesta sína og fluttu heim, því alt var
þá llult á klökkum, eða þeir reiddu í langsekk undir
sér. Á veturna var flutt á sleðum, sem menn drógu
oftast á sjálfum sér, því ekki voru hestar á skafla-
járnum nema á örfáum bæjum. Oft báru menn líka
þungar byrðar og voru undrunarlega þolnir. Þá var
ekki sí og æ hugsað um að varpa öllum þunga upp
á hesfana, menn töldu ekki eftir sér að taka í sleða,
eða bera bagga. — Vinnufólk fór sjaldan í kaupstað,
stúlkur varla oflar enn einu sinni á ári og karlmenn
litlu oftar. Stundum liðu fleiri ár, að það fór ekki
í kaupstað, og var þó ekki langt að fara; en þaö