Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 47
IÐUNN
Sveitalíf á íslandi.
205
langaði alls ekki til þess. Einstöku sinnum reið ungt
fólk að öðrum kirkjum en sinni eigin, en ekki var
það oft. Þá voru viðarkolin sótt austur í skóg, eins
og áður er ávikið. — Þá var farið í göngur á haust*
in og fóru oft færri en vildu; líka fóru menn í réttir
austur í Fnjóskadal, og var það sú mesta skemtiför,
sem ég fór yfir árið. Aldrei var mikið um skemt-
anir hér í réttunum, fáir ærlega fullir og þar af
leiðandi lítið sem ekkert barist eða rifist.
Menn voru yfirleilt vaiiafastir og höfðu marga
góða reglu á heimili sínu. Foreldrar minir vildu ætíð,
að allir heimilismenn væru komnir í rúm kl. 10 á
kvöldin árið um kring og á fætur kl. 6 á morgnaDa.
Út af þessu var varla breytt, nema ef um binding eða
samantekning heys var að ræða. Ljós var fyrst borið
i bæ 1. gangnakvöld og hætt að kveikja 3 vikur af
góu. Alstaðar var lýsisljós og voru börn látin tína
ffu á sumrin í kveikina í lampana og pönnurnar.
Ekki var loginn bjartur af þessum lýsistýrum og
ljósreykur, en yfir Ijósinu hékk nokkurskonar trekt,
setn mesti ljósreykurinn settist i; var það nokkur
bót. Ljósreykur, sem kom í trektina, var skafinn
smám saman burtu og safnað saman og brúkaður í
staðinn fyrir svertu (kynrok) á líkkistur. Ekki var
miklu eytt af eldspýtum. Fyrst þegar ég man eftir,
var tekinn einn baukur á ári á mínu heimili; geymdi
móðir mín hann og lét hún hann endast yfir árið.
Á veturna var ætíð kveikt frammi í eldhúsi, eldspýtur
að eins teknar upp þegar eldur dó, eða kveikja
þurfti fljótlega að nóttu til. — Næstum á hverju
heimili var venja að hefta hrossin alt sumarið, voru
búnar til hnappeldur og tágarsmeygar á veturna.
Óvíða fengu smalar að smala á hestum, var sagt
að þeir yrðu íljótari að lilaupa i kringum ærnar,
og svo færi það svo illa með hestana að þveita
þeim — og urðn svo strákar að hlaupa. — Svona