Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 48
206
Hallgr. Hallgrímsson:
IÐUNN
var nú farið með hestana þá! Ætli menn séu svona
brjóstgóðir í þeirra garð nú? —
Ýmislegt. Hreppsómagar voru mjög margir hér í
hreppnum á þessum árum, ofast milli 10 og 20; voru
það bæði börn og gamalmenni. Þá var stundum
gamalt fólk látið vera á fleiri bæjum í hreppnum yfir
árið, og látið »éta úl útsvörin« eins og kallað var.
Ein kerling var hér á hreppnum alla ævi sína, nema
eitt ár, sem heita átti að hún væri í vist, og varð
hún 88 ára gömul (dó 1868). Hún gekk um hrepp-
inn alla ævi eftir það hún komst á fót; var hún
2—3 nætur á bæ og upp undir viku og voru þá
flestir búnir að fá nóg af, að hafa hana i einu.
Stundum var henni ætlaður dagafjöldi á bæ, en hún
fór víst lítið eftir því. Henni var þvi ekki ætlað
annað fé af hreppnum en fyrir föt. Henni er lýst
svo í hreppsbókutn, að hún hafi verið »mesta ódresi
sem enginn vildi hafa, löt, klaufaleg til verka og
geðvond« og var það vist sannmæli. — Auk þessara
ómaga varð að styrkja marga í hreppnum, sem bú-
andi voru; voru því útsvör há, samanborið við það
sem nú er, því búin voru víða mjög lítil. fá voru
útsvör lögð á í fiskum (2 f. í alin). Eftir meðal-
verði í landaurum nú myndi útsvör bónda, sem tí-
undaði 10 hundr. þá, hafa orðið um 70 kr. — 1866
er hæsta útsvar hér í lireppi 326 fiskar, sem mundi
gera nú kr. 218,42.
Veturinn 1859 var afar harður; var þá viða skorið
töluvert af fé um sumarmál og allmikið dó af lömb-
um um vorið. Þá voru ær með lömbum taldar fram
tii tíundar í Öngulsst.hreppi 1264, enda voru tíund-
arhundr. nálega helmingi færri þá en nú. — 1860
var rekið margt fé úr Norðurlandi suður í Árnes-
og Rangárvallasýslu, sem selt var þeim, sem skorið
höfðu fé sitt þar, vegna fjárkláðans. Amtmaður ókvað,