Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 49
IÐUNN
Sveitalif á íslandi.
207
fyrir hvað mikla fjárhæð hver hreppur skyldi láta
fé, og var fé látið úr Öngulstaðahreppi fyrir 1443 kr.
Ekki hefi ég getað séð, hvað margt fé fór héðan
úr hreppi, en það hlýtur að hafa verið töluvert
margt, því ekki var fé dýrt á þeim árum. — Alt
þetta, skurðurinn og fjárförgunin suður, hefir verið
að nokkru orsök þess, að fé varð mjög fátt um og
eftir 1860.
Margt var af hundum á bæjum, oft 3—6, því þá
var ekki goldinn hundaskattur. Ekki voru metin
hræddir við sýkingarhættu af þeim, og þeitn því lof-
að aö vera inni í baðstofu og hvar sem þeir vildu.
Margir höfðu mikið dálæti á þeim, og lofuðu börn-
um að leika við þá eftir vild. Venjulegt að hund-
arnir væru inni í baðstofu þegar borðað var; gengu
þeir á milli manna að snýkja sér mat, og voru þá
ilestir sem gáfu hverjum hundi hræruspón. Var það
ýmist, að slett var úr spæninum á gólfið, eða helt
var úr honum upp t hundinn. Var svo altitt, að
þegar menn voru búnir úr askinum eða skálinni, að
ilátin voru sett á góifið og hundarnir látnir sleikja
þau innan og létu menn sér svo nægja þann þvolt tii
næsta máls. Oftast voru matarílátin geyind milli mál-
tíða á hillum, sem voru yfir hverju rúmi. Menn sátu
á rúmum sínunt, meðan matast var, og höfðu ílátin á
hnjám sér eða á rúminu til hliðar. — í kring um
1860 mun hafa komið út bæklingur um bandorma
i hundum; var mönnum leitt fyrir sjónir, hvílík hætta
gæti stafað af þeim.
þessu tóku margir mjög fálega, vildu alls ekki
fara eftir því, og létu hundana sleikja ilát sín eftir
sem áður, þrátt fyrir það, að mikið bar á sullaveiki
bæði i mönnum og skepnum, — mikið meira en
nú. —
Yfirleitt hygg ég samt, að fullorðið fólk haíi verið
hraustara þá en nú, að minsta kosti heyrði ég ekki