Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 51
IÐUNN
Sveitalif á íslandi.
209
Söngur er orðinn fjölbreyttari en áður og sérstaklega
hefir hljóðfærasláttur bæzt við, sem gerir sönginn
fullkomnari, og verður það að teljast framför. Dag-
blöð hafa margfaldast að tölu, en hæpið tel ég að
álykta, að nytsemd þeirra hafi aukist að sama skapi.
Pá er vinnan. Tóskap hefir mjög farið aftur;
margir sem alls ekkert kunna til þeirra verka, í stað
þess að áður kunnu allir til tóskapar. Áður mun
tóvara hafa verið haldbetri, bæði grófari og sérstak-
lega betur þæfð. Áhöld öll til jarðabóta og jarðyrkju
hafa stórkostlega batnað; er það ómetanleg framför.
Ýmiskonar félagsskapur hefir myndast, sem engan
dreymdi fyrir á æskuárum minum; hefir hann veriö
aflvaki flestra hinna stærri framfara. Meðferð á skepn-
um, einkum sauðfé, hefir farið mikið fram, og sömu-
leiðis hafa menn nú meiri hug á kynbótum. Lagst
hefir niður að stunda sjóróðra á haustum, sem oft
gaf góðan arð. Nú eru til hér í sveit nokkur heimili,
þar sem fleiri fullorðnir synir sitja heima alt haustið
og veturinn, án þess að hafast nokkuð að. Myndi
þeim ekki vera sæmra að taka upp gamla siðinn?
Gott fyrir þá að fá sigg í lófa. —
Maturinn. Afturför, að hætt er að borða súrt
skyr, harðan fisk og fjallagrös. Framför í bættu
smjöri og í hrossakjötsáti. Meiri þrifnaður alment
við tilbúning og meðferð fæðunnar og sömuleiðis
við neyzlu hennar. —
Gestrisni og ferðalög. Gestrisniskaffið verður
stundum hefndargjöf fyrir gestinn, t. d. langferða-
manninn, þegar hann þarf að bíða eftir þvi 1—2
klt. á bæ. Minni tafir með gamla laginu, betra að
‘gefa gestunum bita eða spón.
Ferðalög, sem næstum geta heyrt undir orðið
»flæking«, hafa stórum aukist; á ég þar einkum við
hinar takmarkalausu kaupstaðarferðir. Yflrleitt eru
Idunn VII.
14