Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 57
IÐUNN
Á. H. B: íslenzkir listamenn.
215
gáfa fóru að láta til sín taka. Fór hann þegar á
barnsárunum að pára og teikna, telgja tré og stein
og reyna að koma saman lögum og jafnvel smá-
sögum. Þó var ýmislegt það í uinhverfinu, er fremur
hneigði huga hans að myndlistinni en öðru. Þannig
var ekki laust við að hrikalegar hamragnýpur læstu
sig inn í ímyndun sveinsins og yrðu að tröllum
(sbr. nátt-tröllið í myndinni »Dögun«); og er sólin
sveipaði geislum sinum um hinar kynlegu hvera-
gufur, er fyltu allan dalinn, vöktu þær honum alls-
konar undramyndir. í yfirsetunum á sumrin bar og
margt fyrir augun, hæði stórfenglegt og fagurt. Fjallið
rétt fyrir ofan bæinn, og víðsýnið þaðan mikið og
fagurt: Hekla og Geysir i næsta nábýli; Tindafjalla-
jökull, Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar í suður;
Hlöðufell, Bláfell og Jarlhettur í norður og öll Lang-
jökulsbungan, eins og eitthvert fagrahvel, í baksýn.
Nærri má geta, hvílík furðusýn þella hefir verið í
fögru veðri, bæði kvölds og morgna og um miðja
daga, og hvort þetta hefir ekki sett sitt mót á sálar-
líf sveinsins og hugarfar.
Engar horfur voru þó á því lengi vel, að Einar
ætti þess nokkurn kost að þjóna listhneigð sinni.
Foreldrar Einars voru honum ljúf og góð; en $au
vildu helzt, að hann færi í skóla og yrði prestur.
Var honum í því skyni komið stutta stund til tveggja
ágætismanna, séra Magnúsar Helgasonar og séra
Valdimars Briem. En þeim tókst hvorugum að vekja
bókhneigð Einars, svo að noklcuð kvæði að. Og þá
tók einu sinni prestskonan á Stóranúpi, frú Ólöf
Briem, drenginn tali, og sagði honum, að ef hann
væri svo hneigður fyrir listina, sem honum fyndist,
þá skyldi hann varpa öllu öðru fyrir borð og kasta
sér út í listanámið. Segir Einar, að engin mann-
eskja hafi talað betur til sín og hafi sér þá opnast
eins og nýr heimur. Með þetta fór Einar heim, og