Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 58
216
A. H. 13:
IÐUNN
þólt séra Valdimar væri þá nýbúinn að missa óska-
son sinn, gerði hann sér marga ferðina heim til for-
eldra Einars til þess að liðka málið; en það var
eins og þeim hrysi hugur við að horfa á eflir Ein-
ari út í óvissuna, — út á listamannsbrautina. f*6
varð það úr, að Einar skyldi sigla. En sá sem greiddi
bezt og drengilegast götu Einars, bæði i utanförinni
og á námsárunum í Kaupmannahöfn, var alþm. Björn
Kristjánsson.
Einar var kominn á 18. ár, er liann komst loks-
ins til Kaupmannahafnar og byrjaði listanámið (1893).
Naut hann fyrst tilsagnar hins ágæta norska mynd-
höggvara Stepban Sinding’s undir 2 ár, en siðan var
hann 3 ár á listaháskólanum danska. Myndirnar,
sem Einar bjó til hjá Sinding, voru: Drengur á bœn,
sem hann hjó í marmara, og Refsidómurinn (Neme-
sis). Birtust þær báðar á sínum tíma í Eimreiðinni.
Eftir dvöl sína á listaháskólanum bjó Einar lil hóp-
myndina: Utlagar; var hún tekin á Charlottenborgar-
sýninguna 1901 og gaf D. Thomsen konsúll hana
siðan landinu. Upp úr því fékk Einar Jónsson styrk
hjá alþingi til Rómafarar. Var hann i Róm á annað
ár (1902—’3) og leið þá fremur illa, sýktist af mýra-
köldu og var ekki allskostar hrifinn af þvi, sem fyrir
augun bar af listatæi.
Nú má telja, að námi Einars Jónssonar sé lokið
(1903), enda tók hann upp frá því að halda sínar
eigin brautir. Batt hann nú ekki lengur bagga sina
sömu hnútum og samferðamenn, en kaus sér orð-
takið: Sjálfur leið þú sjálfan þig. Ekki varð þetta
til þess að létta Einari listamannsbrautina, enda ól
hann lengst af aldur sinn í landi, sem lofa má fyrir
margt annað fremur en tilfinningu fyrir frumleik og
stórhug. En hversu örðugt sem Einar átti uppdráttar,
gerði hann fremur að slælast en linast i einrænings-
hætti sínum og lét hann meðal annars »nátt-tröll«