Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 62
220
A. H. B.:
IÐUNN
Meira aö segja, komist einhver listamaður í tízku — og.
neitt verra veit ég ekki lionum til handa — þá fær hann
þegar flokk af lærisveinum og hermikrákum hringinn í
kringum sig. Rodin, lil dæmis, er allrar viröingar veröur;
en lítið nú á allar þær hermikrákur, sem skotið hefir upp
i kringum hann líkt og gorkúlum. Listastefnur eru óféti; í
listinni æltu engir forgöngumenn né heldur sporgöngu-
menn aö vera. Listin ætti jafnan að koma innan að, en
ekki eingöngu utan frá. Eg endurtek það samt sem áður,
að ég ber virðingu fj’rir allri einlægri list, jafnvel þótt
hún hvíli á eftirhermu«.
Svona er þá listaskoðun Einars Jónssonar, svo
einbeitt og alvarleg, en þó hógvær og umburðarlynd;
færi betur, að hann fengi nú sjálfur engar eftir-
hermur. En nú er safnhús hans risið. Pað hefir
verið bygt að mestu leyti á kostnað ríkisins, en þó
lika með tilstyrk drenglyndra, stórgjöfulla manna, á
örðugustu árunum. Vel hefir því landinu farist við
Einar, ekki verður annað sagt. En hann hefir líka
gefið því mikið í aðra hönd, allan sinn listasveita
síðustu 20 árin, allan sinn listar-auð, borinn og óbor-
inn. Grunar víst fáa Islendinga aðra en þá, sem
kunnugir eru Einari og hafa fengið að líta inn til
hans, hvílíkan helgidóm lista — hugsjóna og lífs-
sanninda — þeir þar hafa hrept.
Listasafnið stendur liæzt á Skólavörðuholtinu, og
horfir til landnorðurs og útsuðurs. Það er bygt í svo-
nefndum stuðlabergs- eða stapastil, sem Einar vildi
helzt gera að ísl. slórhýsa-stíl. En mörgum þykir
húsið fremur óaðlaðandi hið ytra, einkum til að sjá.
En undir eins og inn er komið er eins og manni
opnist nýr heimur. Hnitbjörg hefir orðhagur maður
skírt húsið, bæði fyrir það, að það er bygt í þess-
um þvergnýpta stapastí), og þá ekki síður fyrir hitt,
að þar virðist — eins og lil forna — skáldmjöður-
inn geymdur. fví að Einar Jónsson er ef til vill