Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 64
222
A. H. B.:
IÐUNN.
þrumdi uppi yfir Þebuborg í Hellas og bað menn
um að geta gátu nokkurrar, ef þeir vildu við hana
losast. Gátan var um manninn og mannlífið og enginn
gat ráðið hana nema
Oidypos konungsson*
En sjálf var Sfinxin
enn meiri ráðgáta, þar
sem liún sat þögul og
hljóð og gerði ýmist
að brynna mönnum
við brjóst sín eða að
rífa þá á hol með
Ijónshrömmum sínum,
hún var sjálf heims-
gátan. Áður sáu menn
nú ekki annað á mynd
þessari en sjálft ljón-
kvendið, þar sem það
lá fram á lappir sinar.
En á mynd þessari
lætur Einar hana gægj-
ast fram úr grátviði
lifsins, er lykst saman
um herðar henni, legg-
ur tvær mannverur,
karl og konu, upp að
brjóslum hennar, en
aðrar liggja sundur-
kramdar milli lappa
hennar — þetta er þá móðir vor, náttúran, — na-
íará mater, sem altaf er að reyna að skapa æðra og
betra líf í stað þess, sem úr sér gengur. — Natura
mater er frá 1904, gerð sama árið og Fornlistin.
Hin myndin, Nátt-tröllið (í dög’un) sýnir ef til vill
enn betur sérkennileik Einars, hversu hið stórhrika-
lega og stórfagra getur dvalið hlið við hlið í list hans
Moðir náttúra.